Yfirlýsing frá Beyoncé: „Stríðinu gegn lituðu fólki og öðrum minnihlutahópum verður að ljúka“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. júlí 2016 21:55 Beyoncé hvetur til samstöðu um réttindi svartra. Vísir/Getty Söngkonan Beyoncé Knowles hefur birt yfirlýsingu á vefsíðu sinni þar sem hún hvetur alla þá sem breytingar vilja til þess að hafa samband við stjórnmálamenn og þá sem löggjafarvald hafa og krefjast breytinga. Yfirlýsingin kemur í kjölfar mikillar reiði sem brotist hefur út vestanhafs eftir að lögregla handtók svartan mann og skaut hann til bana. Myndband af atvikinu hefur verið birt á netinu og í myndbandinu virðist sem lögregla skjóti manninn þremur skotum í bringuna eftir að hann hefur verið yfirbugaður og handtekinn. Þá magnaðist reiðin eftir að annar maður var skotinn til bana af umferðarlögreglu sem dró þá ályktun að maðurinn hygðist sækja byssu þegar hann seildist eftir ökuskírteininu sínu.Skjáskot úr myndbandinu sem birt hefur verið á netinu af morðinu á Alton Sterling.Vísir„Við erum dauðþreytt á því að verið sé að drepa unga menn og ungar konur úr okkar samfélagi. Nú er það undir okkur komið að rísa upp og krefjast þess að þau hætti að drepa okkur,“ skrifar Beyoncé í yfirlýsingunni sem sjá má í heild sinni hér. „Við þurfum enga vorkunn. Nú þörfnumst við þess að allir beri virðingu fyrir okkar lífi. Við ætlum að rísa upp, sem samfélag, og berjast gegn hverjum þeim sem stendur í þeirri trú að þeim sem hafa heitið því að verja okkur verði ekki refsað fyrir morð eða annað ofbeldi.“ Beyoncé hefur að undanförnu, sér í lagi með útgáfu lagsins Formation og plötunni Lemonade í kjölfarið, verið dugleg í að tjá sig um réttindi svartra í Bandaríkjunum en mörgum þykja þau réttindi hafa verið fótum troðin of lengi. Maðurinn sem skotinn var eftir að hann var handtekinn og yfirbugaður hét Alton Sterling. Maðurinn sem skotinn var eftir að lögregla stöðvaði bifreið hans og bað hann að framvísa ökuskírteini hét Philando Castile. Þeir eru í hópi af yfir hundrað svörtum mönnum sem skotnir hafa verið til bana af lögreglu á árinu samkvæmt óformlegum tölum Washington Post. „Þessi rán á okkar lífum láta okkur líða eins og við séum hjálparlaus og fylla okkur vonleysi en við verðum að trúa því að við séum að berjast fyrir réttindum næstu kynslóðar, fyrir næstu kynslóð ungra kvenna og karla sem trúa á hið góða. Þetta er barátta mannkynsins, sama hvaða kynþætti, kyni eða kynhneigð þú tilheyrir,“ skrifar Beyoncé í yfirlýsingu sinni. Hún segist í yfirlýsingunni ekki ávarpa lögregluþjónana heldur allar þær mannverur sem kunna ekki að bera virðingu fyrir lífinu. „Stríðinu gegn lituðu fólki og öðrum minnihlutahópum verður að ljúka.“ Beyoncé segir að á sama tíma og beðið sé fyrir fjölskyldum Alton Sterling og Philando Castile þá sé einnig beðið fyrir því að bundinn sé endi á óréttlætið sem samfélög svartra eru beitt. „Ótti er ekki afsökun. Hatur mun ekki sigra.“ Tengdar fréttir Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00 Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00 Mikil bræði eftir að lögregluþjónar skutu svartan mann Tveir lögregluþjónar héldu Alton Sterling niðri í Baton Rouge á meðan annar þeirra skaut hann til bana. 6. júlí 2016 13:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Söngkonan Beyoncé Knowles hefur birt yfirlýsingu á vefsíðu sinni þar sem hún hvetur alla þá sem breytingar vilja til þess að hafa samband við stjórnmálamenn og þá sem löggjafarvald hafa og krefjast breytinga. Yfirlýsingin kemur í kjölfar mikillar reiði sem brotist hefur út vestanhafs eftir að lögregla handtók svartan mann og skaut hann til bana. Myndband af atvikinu hefur verið birt á netinu og í myndbandinu virðist sem lögregla skjóti manninn þremur skotum í bringuna eftir að hann hefur verið yfirbugaður og handtekinn. Þá magnaðist reiðin eftir að annar maður var skotinn til bana af umferðarlögreglu sem dró þá ályktun að maðurinn hygðist sækja byssu þegar hann seildist eftir ökuskírteininu sínu.Skjáskot úr myndbandinu sem birt hefur verið á netinu af morðinu á Alton Sterling.Vísir„Við erum dauðþreytt á því að verið sé að drepa unga menn og ungar konur úr okkar samfélagi. Nú er það undir okkur komið að rísa upp og krefjast þess að þau hætti að drepa okkur,“ skrifar Beyoncé í yfirlýsingunni sem sjá má í heild sinni hér. „Við þurfum enga vorkunn. Nú þörfnumst við þess að allir beri virðingu fyrir okkar lífi. Við ætlum að rísa upp, sem samfélag, og berjast gegn hverjum þeim sem stendur í þeirri trú að þeim sem hafa heitið því að verja okkur verði ekki refsað fyrir morð eða annað ofbeldi.“ Beyoncé hefur að undanförnu, sér í lagi með útgáfu lagsins Formation og plötunni Lemonade í kjölfarið, verið dugleg í að tjá sig um réttindi svartra í Bandaríkjunum en mörgum þykja þau réttindi hafa verið fótum troðin of lengi. Maðurinn sem skotinn var eftir að hann var handtekinn og yfirbugaður hét Alton Sterling. Maðurinn sem skotinn var eftir að lögregla stöðvaði bifreið hans og bað hann að framvísa ökuskírteini hét Philando Castile. Þeir eru í hópi af yfir hundrað svörtum mönnum sem skotnir hafa verið til bana af lögreglu á árinu samkvæmt óformlegum tölum Washington Post. „Þessi rán á okkar lífum láta okkur líða eins og við séum hjálparlaus og fylla okkur vonleysi en við verðum að trúa því að við séum að berjast fyrir réttindum næstu kynslóðar, fyrir næstu kynslóð ungra kvenna og karla sem trúa á hið góða. Þetta er barátta mannkynsins, sama hvaða kynþætti, kyni eða kynhneigð þú tilheyrir,“ skrifar Beyoncé í yfirlýsingu sinni. Hún segist í yfirlýsingunni ekki ávarpa lögregluþjónana heldur allar þær mannverur sem kunna ekki að bera virðingu fyrir lífinu. „Stríðinu gegn lituðu fólki og öðrum minnihlutahópum verður að ljúka.“ Beyoncé segir að á sama tíma og beðið sé fyrir fjölskyldum Alton Sterling og Philando Castile þá sé einnig beðið fyrir því að bundinn sé endi á óréttlætið sem samfélög svartra eru beitt. „Ótti er ekki afsökun. Hatur mun ekki sigra.“
Tengdar fréttir Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00 Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00 Mikil bræði eftir að lögregluþjónar skutu svartan mann Tveir lögregluþjónar héldu Alton Sterling niðri í Baton Rouge á meðan annar þeirra skaut hann til bana. 6. júlí 2016 13:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00
Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00
Mikil bræði eftir að lögregluþjónar skutu svartan mann Tveir lögregluþjónar héldu Alton Sterling niðri í Baton Rouge á meðan annar þeirra skaut hann til bana. 6. júlí 2016 13:00