Fótbolti

Lögreglan elti Valencia út af vellinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Enner Valencia í landsleik.
Enner Valencia í landsleik. vísir/afp
Ekvadorinn Enner Valencia, leikmaður Everton, skuldar meðlag í heimalandinu og lögreglan hundelti hann í landsleik vegna meðlagsins.

Valencia spilaði í 82 mínútur í 3-0 sigri Ekvador á Síle. Þá varð hann veikur og borinn af velli. Einhverjir halda því fram að um leikrit hafi verið að ræða því hann hafi viljað sleppa frá lögreglunni.

 

Valencia var keyrður af velli með súrefnisgrímu og er hann var kominn af velli var hann stöðvaður af lögreglu sem vildi eiga við hann orð vegna meðlagsmálanna. Að minnsta kosti tólf lögreglumenn voru í kringum Valencia er hann var kominn af velli á sjúkrabörunum.

Honum tókst að losa sig við lögregluna og þurfti ekki að opna veskið í landsliðsbúningnum.

Valencia er sagður skulda barnsmóður sinni tæpar tvær milljónir króna í meðlag. Hann neitar að greiða þann pening.

Einn af lögfræðingum móðurinnar hefur gagnrýnt harðlega að lögregluyfirvöld hafi ekki gengið alla leið og leyft Valencia að sleppa enn eina ferðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×