Gunnar hefur iðulega boðið upp á veglegan lubba eða snoðaðan haus í síðustu bardögum en nú er ljóst að hann verður snoðaður á morgun.
Gunnar hefur seint verið sakaður um að hafa miklar áhyggjur af greiðslunni og meira að segja þjálfari hans, John Kavanagh, gerði grín að greiðslunni í hans í dag.
Let's go Gunni #UFCGlasgowpic.twitter.com/WpPs5UsbQ8
— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) July 15, 2017
Hárið verður því ekki að flækjast fyrir okkar manni á morgun.
Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport á sunnudag klukkan 19.00 en Sunna Tsunami er í beinni á miðnætti í kvöld.Hægt er að kaupa áskrift á 365.is og svo má kaupa stakan viðburð hjá Vodafone og á Oz.is.
