Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. nóvember 2017 18:54 Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Sérfræðingar flugu yfir staðinn í dag til þess að safna gögnum og eftirlit hefur verið aukið til muna. Engin merki eru þó um gosóróa eða yfirvofandi eldgos. Fundað verður um stöðuna í kvöld. Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu með Landhelgisgæslunni austur snemma í morgun til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli. Unnið var að rannsóknum í allan dag og lenti þyrla Landhelgisgæslunar aftur hér á Reykjavíkurflugvelli á sjötta tímanum. Í dag flugu einnig vísindamenn frá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands yfir Öræfajökul og Bárðarbungu og gerðu rannsóknir.Skjálftavirkni hefur verið að aukast í jöklinum að undanförnu og í byrjun október varð skjálfti af stæðrinni 3,5, sem er á stærsti frá því mælingar hófust. Í gær kom í ljós þegar bornar voru saman gervihnattamyndir að ketil hefur myndast í öskjunni, um kílómeter að breydd og allt að tuttugu og fimm metra djúpur og sýna ljósmyndir af svæðinu að breytingar hafa orðið á yfirborði. Veðurstofan fékk tilkynningu um megna brennisteinslykt við Vestari-Kvíá sem kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls í fyrradag og hefur sú ykt verið stöðug á svæðinu.Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli. Talið er að mesta vatnið sé nú þegar runnið undan katlinum. Í gærkvöldi lýsti Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi almannavarna vegna hugsanlegs eldgoss og stóð lögreglan á Suðurlandi vakt við Kvíá síðastliðna nótt. Þá breytti Veðurstofan litakóða fyrir eldstöðina vegna flugumferðar í gulan. Ítrekað hefur verið að engin merki eru um gosóróa eða yfirvofandi eldgos í Öræfajökli. Ekki er til nein viðbragðsáætlun fyrir svæðið en vinna við hana er nú þegar farin af stað og langt komin. Til að mynda er rýmingaráætlun til staðar komi til eldgoss. „Það er alltaf erfitt að segja hvort að eldgos sé í vændum en það er ekkert sem bendir til þess að það sé gosórói, gos að hefjast eða eitthvað slíkt,“ segir Björn Oddsson, sérfræðingur hjá Almannavörnum. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Sérfræðingar flugu yfir staðinn í dag til þess að safna gögnum og eftirlit hefur verið aukið til muna. Engin merki eru þó um gosóróa eða yfirvofandi eldgos. Fundað verður um stöðuna í kvöld. Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu með Landhelgisgæslunni austur snemma í morgun til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli. Unnið var að rannsóknum í allan dag og lenti þyrla Landhelgisgæslunar aftur hér á Reykjavíkurflugvelli á sjötta tímanum. Í dag flugu einnig vísindamenn frá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands yfir Öræfajökul og Bárðarbungu og gerðu rannsóknir.Skjálftavirkni hefur verið að aukast í jöklinum að undanförnu og í byrjun október varð skjálfti af stæðrinni 3,5, sem er á stærsti frá því mælingar hófust. Í gær kom í ljós þegar bornar voru saman gervihnattamyndir að ketil hefur myndast í öskjunni, um kílómeter að breydd og allt að tuttugu og fimm metra djúpur og sýna ljósmyndir af svæðinu að breytingar hafa orðið á yfirborði. Veðurstofan fékk tilkynningu um megna brennisteinslykt við Vestari-Kvíá sem kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls í fyrradag og hefur sú ykt verið stöðug á svæðinu.Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli. Talið er að mesta vatnið sé nú þegar runnið undan katlinum. Í gærkvöldi lýsti Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi almannavarna vegna hugsanlegs eldgoss og stóð lögreglan á Suðurlandi vakt við Kvíá síðastliðna nótt. Þá breytti Veðurstofan litakóða fyrir eldstöðina vegna flugumferðar í gulan. Ítrekað hefur verið að engin merki eru um gosóróa eða yfirvofandi eldgos í Öræfajökli. Ekki er til nein viðbragðsáætlun fyrir svæðið en vinna við hana er nú þegar farin af stað og langt komin. Til að mynda er rýmingaráætlun til staðar komi til eldgoss. „Það er alltaf erfitt að segja hvort að eldgos sé í vændum en það er ekkert sem bendir til þess að það sé gosórói, gos að hefjast eða eitthvað slíkt,“ segir Björn Oddsson, sérfræðingur hjá Almannavörnum.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira