Arnór: Verð að sýna mitt rétta andlit til að fá að vera hluti af íslenska landsliðshópnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2017 07:00 Arnór Ingvi Traustason skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við Malmö. Sænsku meistararnir keyptu hann frá Rapid Vín sem hann gekk til liðs við í fyrra. Arnór Ingvi fékk fá tækifæri hjá austurríska liðinu og fór því á láni til AEK í Aþenu. Þau vistaskipti báru ekki tilætlaðan árangur því landsliðsmaðurinn fékk enn minna að spila í Grikklandi. Hann ákvað því að færa sig aftur um set. „Það er mjög mikill léttir að vera kominn hingað. Þegar ég heyrði að Malmö hefði áhuga á mér var þetta engin spurning,“ sagði Arnór Ingvi í samtali við íþróttadeild. Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst eftir hálft ár og Arnór Ingvi segir að sú ákvörðun að skipta um lið hafi verið tekin með HM í huga. „Ég verð að fá mínar mínútur og sýna mitt rétta andlit til að fá að vera hluti af íslenska landsliðshópnum. Maður þarf að spila fótboltaleiki til að komast með,“ sagði Arnór Ingvi sem hefur skorað fimm mörk í 15 landsleikjum. Eins og áður sagði hefur Arnór Ingvi lítið fengið að spila á undanförnum mánuðum. Hann segir að þessi takmarkaði spiltími hafi haft áhrif á sjálfstraustið.Möt MFF:s nyförvärv Arnór Ingvi Traustason (@NoriTrausta). pic.twitter.com/994BujhuNk — Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2017 „Algjörlega, sjálfstraustið fór mjög langt niður. En maður má ekki bara hugsa um það. Maður þarf að vita hvað maður getur og hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Arnór Ingvi sem horfir einbeittur fram á veginn. „Ég er kominn hingað og það skiptir máli. Hitt skiptir engu máli. Núna horfi ég bara fram á veginn og hlakka til að byrja í janúar.“ Arnór þekkir sænsku úrvalsdeildina vel en hann lék við góðan orðstír með Norrköping í tvö ár. Seinna tímabil hans hjá Norrköping varð liðið sænskur meistari í fyrsta sinn í 26 ár. Arnór Ingvi varð stoðsendingakóngur sænsku deildarinnar það tímabil og skoraði markið sem gulltryggði Norrköping titilinn.MFF och Arnór Ingvi Traustason har kommit överens om ett kontrakt som sträcker sig till och med 2021. Läs mer om övergången: https://t.co/XHsU2kRfajpic.twitter.com/9cZzRdhco4 — Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2017 Síðustu tvö ár hefur Malmö unnið sænska meistaratitilinn og Arnór Ingvi kemur því inn í mjög öflugt lið. „Fyrir mér er þetta eitt stærsta, ef ekki stærsta, lið Skandinavíu. Þetta er risastórt félag. Ég hef margoft spilað á móti því, og það hefur alltaf verið erfitt, en nú er ég hluti af því,“ sagði Arnór Ingvi. Hann lítur ekki svo á að hann sé að taka skref aftur á bak með því að fara frá AEK til Malmö. „Þetta er ekki skref aftur á bak. Ég þekki þessa deild og hún er mjög sterk,“ sagði Arnór Ingvi sem byrjar að æfa með Malmö í byrjun næsta árs. pic.twitter.com/xaIyXij7Hw — Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2017 HM 2018 í Rússlandi Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við Malmö. Sænsku meistararnir keyptu hann frá Rapid Vín sem hann gekk til liðs við í fyrra. Arnór Ingvi fékk fá tækifæri hjá austurríska liðinu og fór því á láni til AEK í Aþenu. Þau vistaskipti báru ekki tilætlaðan árangur því landsliðsmaðurinn fékk enn minna að spila í Grikklandi. Hann ákvað því að færa sig aftur um set. „Það er mjög mikill léttir að vera kominn hingað. Þegar ég heyrði að Malmö hefði áhuga á mér var þetta engin spurning,“ sagði Arnór Ingvi í samtali við íþróttadeild. Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst eftir hálft ár og Arnór Ingvi segir að sú ákvörðun að skipta um lið hafi verið tekin með HM í huga. „Ég verð að fá mínar mínútur og sýna mitt rétta andlit til að fá að vera hluti af íslenska landsliðshópnum. Maður þarf að spila fótboltaleiki til að komast með,“ sagði Arnór Ingvi sem hefur skorað fimm mörk í 15 landsleikjum. Eins og áður sagði hefur Arnór Ingvi lítið fengið að spila á undanförnum mánuðum. Hann segir að þessi takmarkaði spiltími hafi haft áhrif á sjálfstraustið.Möt MFF:s nyförvärv Arnór Ingvi Traustason (@NoriTrausta). pic.twitter.com/994BujhuNk — Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2017 „Algjörlega, sjálfstraustið fór mjög langt niður. En maður má ekki bara hugsa um það. Maður þarf að vita hvað maður getur og hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Arnór Ingvi sem horfir einbeittur fram á veginn. „Ég er kominn hingað og það skiptir máli. Hitt skiptir engu máli. Núna horfi ég bara fram á veginn og hlakka til að byrja í janúar.“ Arnór þekkir sænsku úrvalsdeildina vel en hann lék við góðan orðstír með Norrköping í tvö ár. Seinna tímabil hans hjá Norrköping varð liðið sænskur meistari í fyrsta sinn í 26 ár. Arnór Ingvi varð stoðsendingakóngur sænsku deildarinnar það tímabil og skoraði markið sem gulltryggði Norrköping titilinn.MFF och Arnór Ingvi Traustason har kommit överens om ett kontrakt som sträcker sig till och med 2021. Läs mer om övergången: https://t.co/XHsU2kRfajpic.twitter.com/9cZzRdhco4 — Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2017 Síðustu tvö ár hefur Malmö unnið sænska meistaratitilinn og Arnór Ingvi kemur því inn í mjög öflugt lið. „Fyrir mér er þetta eitt stærsta, ef ekki stærsta, lið Skandinavíu. Þetta er risastórt félag. Ég hef margoft spilað á móti því, og það hefur alltaf verið erfitt, en nú er ég hluti af því,“ sagði Arnór Ingvi. Hann lítur ekki svo á að hann sé að taka skref aftur á bak með því að fara frá AEK til Malmö. „Þetta er ekki skref aftur á bak. Ég þekki þessa deild og hún er mjög sterk,“ sagði Arnór Ingvi sem byrjar að æfa með Malmö í byrjun næsta árs. pic.twitter.com/xaIyXij7Hw — Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2017
HM 2018 í Rússlandi Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira