Enn skal þjóðvegi 1 lokað í mótmælaskyni Jakob Bjarnar skrifar 9. mars 2017 13:45 Berglindi Häsler er ómyrk í máli en hún segir skelfilegt að hlusta á stjórnmálamenn lofa vegabótum en svo er það allt slegið út af borðinu. Í dag klukkan 17 verður þjóðvegi 1 um Berufjarðarbotn lokað. Þannig vilja íbúar á Suð-Austurlandi mótmæla harðlega fyrirhuguðum niðurskurði til samgöngumála. Er þetta í annað skipti sem hringveginum er lokað á þessum stað. Tvöhundruð manns á sextíu bílum tóku þá þátt í mótmælunum sem fram fór á sunnudaginn.Íbúar lýsa yfir neyðarástandi Vísir ræddi við einn aðstandenda mótmæla, Berglindi Häsler, bónda á Karlsstöðum og hún er ómyrk í máli. „Það er ekki endalaust hægt að láta vaða yfir sig. Við erum orðin langþreytt á aðgerðarleysi í vegabótum. Þetta er neyðarástand. Stórhættulegt, þessi kafli og reyndar margir aðrir,“ segir Berglind. Hún vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Segir fólk hafa gert ráð fyrir þessu. Og það þýði ekkert að slá það allt út af borðinu, og vilja finna aðrar lausnir þegar búið var að segja að af þessu yrði.Sjá einnig: Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ „Við í Berufjarðarbotni erum ennþá á 5. áratugnum. Einhver sem póstaði því á netið þegar einbreiða brúin hér var byggð um miðja síðustu öld. Þá var sett þarna ný brú. Uppá þetta er okkur boðið og það sér það hver vitiborinn maður að þetta er ekki í lagi.“Hræsnisfullt tal stjórnmálamanna Berglind furðar sig á þeim málflutningi að vilja stæra sig af hagvexti og hagsæld en svo eru ekki til peningar fyrir malbikun á kafla hringvegarins. „Hvaða djók er þetta? Erum við ekki þjóð? Menn að monta sig af hagsæld, vilja rífa þetta upp í kosningabaráttunni, innviðina, en 75 dögum síðar eru engir peningar til og við neyðumst til að setja upp vegatolla. Þetta heldur engu vatni. Ég held enn í vonina að þau finni lausn á þessu máli og dragi þetta allt til baka. Mér finnst að það eigi að standa við allar þessar framkvæmdir sem búið var að lofa. Það er engin önnur lausn í boði. Ef þarf að fara í einhverja tekjuöflun og eyrnamerkja þessu, þá er það alveg hægt. Annað eins hefur nú verið gert, Guð minn góður.“Býst við samstöðu flutningabílstjóra Berglind segir að síðustu mótmæli hafi tekist vel en betur megi ef duga skal. Þá hafi meðal annars komið bóndi úr Eyjafirði sem sagðist hálftíhvoru skammast sín fyrir Vaðlaheiðargöng, komin 3 milljarða yfir áætlun, meðan enn væri malarvegur í Berufirði. Mótmælin þá voru á sunnudegi en nú er gert ráð fyrir meiri umferð. „Flutningabílarnir eru til dæmis á ferðinni. Sumir óttast að þetta bitni á einhverjum, en allar aðgerðir bitna á einhverjum,“ segir Berglind sem býst við samstöðu flutningabílstjóra, þetta ófremdarástand bitni ekki síst á þeim. Tengdar fréttir Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Í dag klukkan 17 verður þjóðvegi 1 um Berufjarðarbotn lokað. Þannig vilja íbúar á Suð-Austurlandi mótmæla harðlega fyrirhuguðum niðurskurði til samgöngumála. Er þetta í annað skipti sem hringveginum er lokað á þessum stað. Tvöhundruð manns á sextíu bílum tóku þá þátt í mótmælunum sem fram fór á sunnudaginn.Íbúar lýsa yfir neyðarástandi Vísir ræddi við einn aðstandenda mótmæla, Berglindi Häsler, bónda á Karlsstöðum og hún er ómyrk í máli. „Það er ekki endalaust hægt að láta vaða yfir sig. Við erum orðin langþreytt á aðgerðarleysi í vegabótum. Þetta er neyðarástand. Stórhættulegt, þessi kafli og reyndar margir aðrir,“ segir Berglind. Hún vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Segir fólk hafa gert ráð fyrir þessu. Og það þýði ekkert að slá það allt út af borðinu, og vilja finna aðrar lausnir þegar búið var að segja að af þessu yrði.Sjá einnig: Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ „Við í Berufjarðarbotni erum ennþá á 5. áratugnum. Einhver sem póstaði því á netið þegar einbreiða brúin hér var byggð um miðja síðustu öld. Þá var sett þarna ný brú. Uppá þetta er okkur boðið og það sér það hver vitiborinn maður að þetta er ekki í lagi.“Hræsnisfullt tal stjórnmálamanna Berglind furðar sig á þeim málflutningi að vilja stæra sig af hagvexti og hagsæld en svo eru ekki til peningar fyrir malbikun á kafla hringvegarins. „Hvaða djók er þetta? Erum við ekki þjóð? Menn að monta sig af hagsæld, vilja rífa þetta upp í kosningabaráttunni, innviðina, en 75 dögum síðar eru engir peningar til og við neyðumst til að setja upp vegatolla. Þetta heldur engu vatni. Ég held enn í vonina að þau finni lausn á þessu máli og dragi þetta allt til baka. Mér finnst að það eigi að standa við allar þessar framkvæmdir sem búið var að lofa. Það er engin önnur lausn í boði. Ef þarf að fara í einhverja tekjuöflun og eyrnamerkja þessu, þá er það alveg hægt. Annað eins hefur nú verið gert, Guð minn góður.“Býst við samstöðu flutningabílstjóra Berglind segir að síðustu mótmæli hafi tekist vel en betur megi ef duga skal. Þá hafi meðal annars komið bóndi úr Eyjafirði sem sagðist hálftíhvoru skammast sín fyrir Vaðlaheiðargöng, komin 3 milljarða yfir áætlun, meðan enn væri malarvegur í Berufirði. Mótmælin þá voru á sunnudegi en nú er gert ráð fyrir meiri umferð. „Flutningabílarnir eru til dæmis á ferðinni. Sumir óttast að þetta bitni á einhverjum, en allar aðgerðir bitna á einhverjum,“ segir Berglind sem býst við samstöðu flutningabílstjóra, þetta ófremdarástand bitni ekki síst á þeim.
Tengdar fréttir Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41
Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00