Skagamenn fóru skelfilega af stað í leiknum gegn Blikum í 6. umferð Pepsi-deildarinnar á mánudaginn.
Eftir átta mínútur var Breiðablik komið í 0-2 og staða ÍA því orðin afar erfið.
Vallarþulurinn á Norðurálsvellinum á Akranesi var eðlilega ekki sáttur með gang mála.
Hann ákvað því að reyna að hjálpa sínum mönnum og benti þeim vinsamlegast á að leikurinn væri hafinn eftir að hann greindi frá því hver hefði skorað annað mark Blika.
Skagamenn tóku sig aðeins á eftir þetta en ekki nóg til að fá eitthvað út úr leiknum. Lokatölur 2-3, Breiðabliki í vil.
Strákarnir í Pepsi-mörkunum fjölluðu aðeins um þessa ámminningu vallarþularins. Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Vallarþulurinn minnti sína menn á að leikurinn væri hafinn
Tengdar fréttir

Uppbótartíminn: FH komið í gang en hvað er í gangi hjá KR? | Myndbönd
Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp sjöttu umferðina í Pepsi-deildinni á léttum og gagnrýnum nótum.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Breiðablik 2-3 | Þriðji sigur Blika í röð
Blikar héldu sigurgöngu sinni áfram þegar þeir sóttu Skagamenn heim.

Pepsi-mörkin: Átti KR að fá víti?
Umdeilt atvik í leik KR og Grindavíkur í Pepsi-deild karla.

Pepsi-mörkin: Sjáðu danstaktana hjá Jóni Rúnari
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, stal senunni í leik FH og Stjörnunnar og ekki síst voru það danstaktar formannsins sem vöktu hrifningu viðstaddra.