Drogba tileinkaði Cheick Tiote draumabyrjun sína í nótt | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2017 10:30 Didier Drogba fagnar marki sínu. Vísir/Getty Didier Drogba, fyrrum leikmaður Chelsea og fyrsti spilandi eigandinn í fótboltanum, byrjaði vel með liði sínu Phoenix Rising í nótt í USL-deildinni í Bandaríkjunum. Drogba skoraði mark og lagði upp annað mark til viðbótar fyrir liðsfélaga sinn í 2-1 sigri á Whitecaps FC II.HIGHLIGHTS: If you couldn't catch the match tonight, well, now you can. #RisingAsOnepic.twitter.com/rXEFugkgNF — Phoenix Rising FC (@PHXRisingFC) June 11, 2017 Eftir leikinn tileinkaði Drogba landa sínum sigurinn en Fílastrendingurinn Cheick Tiote hneig niður á æfingu í Kína á dögunum og lést aðeins þrítugur að aldri. Drogba skoraði fyrra markið síns liðs á 40. mínútu en hann hafði ekki spilað síðan að hann lék sinn síðasta leik með Montreal Impact í nóvember. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að hann hafi skorað með skalla eftir að hafa verið sterkari en allir í loftinu. BBC segir frá. Drogba lagði síðan upp sigurmarkið fyrir hinn 35 ára gamla Shaun Wright-Phillips á 77. mínútu. Reynsluboltarnir að vinna saman í framlínu Phoenix Rising.Old boys back at it @swp29@ChelseaFC@PHXRisingFC#firstgame#risingpic.twitter.com/1P31C0Pa5G — Didier Drogba (@didierdrogba) June 11, 2017 „Ég vil tileinka Cheick Tiote þennan sigur en hann lést við að gera það sem hann elskaði. Hugur minn og samúð er hjá fjölskyldu hans, Fílabeinsströndinni og allri Afríku þar sem allir voru að missa einn af sínum,“ sagði Didier Drogba. Phoenix Rising hét áður Arizona United en væntingar liðsins eru að verða eitt af fjórum félögum sem bætt verður við MLS-deildina á næstu þremur árum.The great @PHXRisingFC debut of @didierdrogba: 1 goal, 1 assist, 7 shots, 3 SOG, 3 chances created, 23/27 passing. #PHXvVAN#USL#Drogba pic.twitter.com/XFgcfUK9AM — Jason Foster (@JogaBonitoUSA) June 11, 2017 Fótbolti Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Sjá meira
Didier Drogba, fyrrum leikmaður Chelsea og fyrsti spilandi eigandinn í fótboltanum, byrjaði vel með liði sínu Phoenix Rising í nótt í USL-deildinni í Bandaríkjunum. Drogba skoraði mark og lagði upp annað mark til viðbótar fyrir liðsfélaga sinn í 2-1 sigri á Whitecaps FC II.HIGHLIGHTS: If you couldn't catch the match tonight, well, now you can. #RisingAsOnepic.twitter.com/rXEFugkgNF — Phoenix Rising FC (@PHXRisingFC) June 11, 2017 Eftir leikinn tileinkaði Drogba landa sínum sigurinn en Fílastrendingurinn Cheick Tiote hneig niður á æfingu í Kína á dögunum og lést aðeins þrítugur að aldri. Drogba skoraði fyrra markið síns liðs á 40. mínútu en hann hafði ekki spilað síðan að hann lék sinn síðasta leik með Montreal Impact í nóvember. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að hann hafi skorað með skalla eftir að hafa verið sterkari en allir í loftinu. BBC segir frá. Drogba lagði síðan upp sigurmarkið fyrir hinn 35 ára gamla Shaun Wright-Phillips á 77. mínútu. Reynsluboltarnir að vinna saman í framlínu Phoenix Rising.Old boys back at it @swp29@ChelseaFC@PHXRisingFC#firstgame#risingpic.twitter.com/1P31C0Pa5G — Didier Drogba (@didierdrogba) June 11, 2017 „Ég vil tileinka Cheick Tiote þennan sigur en hann lést við að gera það sem hann elskaði. Hugur minn og samúð er hjá fjölskyldu hans, Fílabeinsströndinni og allri Afríku þar sem allir voru að missa einn af sínum,“ sagði Didier Drogba. Phoenix Rising hét áður Arizona United en væntingar liðsins eru að verða eitt af fjórum félögum sem bætt verður við MLS-deildina á næstu þremur árum.The great @PHXRisingFC debut of @didierdrogba: 1 goal, 1 assist, 7 shots, 3 SOG, 3 chances created, 23/27 passing. #PHXvVAN#USL#Drogba pic.twitter.com/XFgcfUK9AM — Jason Foster (@JogaBonitoUSA) June 11, 2017
Fótbolti Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Sjá meira