Borgarstjóri segir sjálfstæðismenn komna í innanflokksátök um Reykjavíkurflugvöll Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2017 13:10 Borgarstjóri segir sjálfstæðismenn komna í innanflokksátök vegna Reykjavíkurflugvallar og saki hluti flokksmanna ráðherra flokksins um að hafa ekki farið að góðum stjórnsýsluháttum við lokun minnstu flugbrautarinnar á flugvellinum. Borgarráð fjallaði í morgun um tillögu oddvita Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðun borgarinnar rannsaki aðdraganda lokunarinnar. Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hefði beint því til Ríkisendurskoðunar að skoða stjórnsýsluna í aðdraganda þess að flugbrautinni var lokað á síðasta ári. Njáll Trausti Friðbertsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni og frammámaður í samtökunum Hjarað í Vatnsmýri, sem hafa beitt sér fyrir að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni, gerir athugasemdir við að fyrst hafi verið auglýst að flugbrautinni yrði lokað tímabundið. Því sé vafi á að ríkinu hafi verið heimilt að selja Reykjavíkurborg hluta af landi ríkisins á flugvallarsvæðinu. „Stórpólitísku tíðindin í þessu eru væntanlega þau að þetta er orðið einhvers konar innanflokksmál í Sjálfstæðisflokknum. Því Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru eru fyrst og fremst að beina sjónum að tveimur ráðherrum. Annars vegar að Ólöfu heitinni Nordal og síðan Bjarna Benediktssyni sem var fjármálaráðherra og núna forsætisráðherra – og þeirra hlut í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Erfitt væri að átta sig á hvert þessi leiðangur ætti að leiða.Hæstiréttur komst að skýrri niðurstöðu Nú fara sjálfstæðismenn í borgarstjórn fram með sama hætti og flokksfélagar þeirra á Alþingi. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn hefur lagt fram tillögu um að endurskoðun borgarinnar rannsaki aðdragandann að lokun flugbrautarinnar. Tillagan var tekin fyrir á reglulegum borgarráðsfundi sem hófst í morgun og lauk klukkan eitt. Þegar ríkið lokaði ekki flugbrautinni eins og borgin taldi samkomulag hennar við ríkið fela í sér í fyrra, kærði borgin ríkið í innanríkisráðherratíð Ólafar heitinnar Nordal. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og síðan Hæstiréttur Íslands dæmdu að loka skyldi flugbrautinni innan sextán vikna og voru borginni dæmdar tvær milljónir króna vegna málsins. „Hæstiréttur fékk auðvitað öll gögn málsins sem rekja sig langt aftur og komst að mjög skýrri niðurstöðu. Bæði varðandi aðgerðir borgarinnar og ríkisins. Ríkið var í vanefndum við skýra samninga. Dómsorðin voru þau að þá þyrfti að efna. Flestir litu nú þannig á að að Hæstiréttur hefði þar með kveðið upp síðasta orðið í þessu máli,“ segir borgarstjóri. Sjálfstæðismenn séu fyrst og fremst að efna til átaka í eigin röðum og velta því fyrir sér hver þeirra beri mesta ábyrgð á því hvernig fór. „Eina rannsóknarefnið í þessu er hugsanlega þáttur borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Sem samþykkti alla samninga um þessi mál í næstum því tíu ár. Tók þessa flugbraut af aðalskipulagi í samvinnu við Framsóknarflokkinn árið 2007. En hringsnýst núna og veit ekki í hvaða fót hann á að stíga í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Borgarstjóri segir sjálfstæðismenn komna í innanflokksátök vegna Reykjavíkurflugvallar og saki hluti flokksmanna ráðherra flokksins um að hafa ekki farið að góðum stjórnsýsluháttum við lokun minnstu flugbrautarinnar á flugvellinum. Borgarráð fjallaði í morgun um tillögu oddvita Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðun borgarinnar rannsaki aðdraganda lokunarinnar. Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hefði beint því til Ríkisendurskoðunar að skoða stjórnsýsluna í aðdraganda þess að flugbrautinni var lokað á síðasta ári. Njáll Trausti Friðbertsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni og frammámaður í samtökunum Hjarað í Vatnsmýri, sem hafa beitt sér fyrir að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni, gerir athugasemdir við að fyrst hafi verið auglýst að flugbrautinni yrði lokað tímabundið. Því sé vafi á að ríkinu hafi verið heimilt að selja Reykjavíkurborg hluta af landi ríkisins á flugvallarsvæðinu. „Stórpólitísku tíðindin í þessu eru væntanlega þau að þetta er orðið einhvers konar innanflokksmál í Sjálfstæðisflokknum. Því Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru eru fyrst og fremst að beina sjónum að tveimur ráðherrum. Annars vegar að Ólöfu heitinni Nordal og síðan Bjarna Benediktssyni sem var fjármálaráðherra og núna forsætisráðherra – og þeirra hlut í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Erfitt væri að átta sig á hvert þessi leiðangur ætti að leiða.Hæstiréttur komst að skýrri niðurstöðu Nú fara sjálfstæðismenn í borgarstjórn fram með sama hætti og flokksfélagar þeirra á Alþingi. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn hefur lagt fram tillögu um að endurskoðun borgarinnar rannsaki aðdragandann að lokun flugbrautarinnar. Tillagan var tekin fyrir á reglulegum borgarráðsfundi sem hófst í morgun og lauk klukkan eitt. Þegar ríkið lokaði ekki flugbrautinni eins og borgin taldi samkomulag hennar við ríkið fela í sér í fyrra, kærði borgin ríkið í innanríkisráðherratíð Ólafar heitinnar Nordal. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og síðan Hæstiréttur Íslands dæmdu að loka skyldi flugbrautinni innan sextán vikna og voru borginni dæmdar tvær milljónir króna vegna málsins. „Hæstiréttur fékk auðvitað öll gögn málsins sem rekja sig langt aftur og komst að mjög skýrri niðurstöðu. Bæði varðandi aðgerðir borgarinnar og ríkisins. Ríkið var í vanefndum við skýra samninga. Dómsorðin voru þau að þá þyrfti að efna. Flestir litu nú þannig á að að Hæstiréttur hefði þar með kveðið upp síðasta orðið í þessu máli,“ segir borgarstjóri. Sjálfstæðismenn séu fyrst og fremst að efna til átaka í eigin röðum og velta því fyrir sér hver þeirra beri mesta ábyrgð á því hvernig fór. „Eina rannsóknarefnið í þessu er hugsanlega þáttur borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Sem samþykkti alla samninga um þessi mál í næstum því tíu ár. Tók þessa flugbraut af aðalskipulagi í samvinnu við Framsóknarflokkinn árið 2007. En hringsnýst núna og veit ekki í hvaða fót hann á að stíga í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira