Katrín á toppnum í fötuáskorun UEFA á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2017 22:30 Katrín Ásbjörnsdóttir í leiknum á móti Sviss. Vísir/Getty Landsliðskonurnar Katrín Ásbjörnsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru fulltrúar íslenska landsliðsins í „Bucket challenge" UEFA meðal liðanna sextán sem taka þátt í EM kvenna í fótbolta í Hollandi. Hver þátttökuþjóð tilnefndi tvo leikmenn sem fengu það verkefni að hitta í fötu með litlum boltum af frekar stuttu færi. Hvor leikmaður fékk fimm tilraunir en þær framkvæmdu þetta á sokkalestunum. Katrín vann Ingibjörgu í fingraleiknum „steinn, skæri, blað“ og fékk því að reyna fyrir sér á undan. Katrún gat því sett smá pressu á Grindvíkinginn. Það má sjá myndband frá UEFA af íslensku stelpunum að reyna fyrir sér hér fyrir neðan:Bucket Challenge! @footballiceland are the latest to put their bucket-targeting skills to the test...#WEURO2017pic.twitter.com/VjXINLgyqK — UEFA Women's EURO (@UEFAWomensEURO) July 25, 2017 Katrín byrjaði vel með því að skella fyrsta boltanum í körfuna og setti síðan annan til viðbótar á réttan stað. Ingibjörg klikkað á fjórum fyrstu skotunum sínum en setti þann síðasta í körfuna og fagnaði vel. Með því að fá tvö stig í keppninni þá komst Katrín Ásbjörnsdóttir í efsta sætið í fötuáskorun UEFA en hún er ein af sex sem höfðu hitt tveimur boltum í körfuna þegar myndbandið með íslensku stelpunum var tekið upp. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Landsliðskonurnar Katrín Ásbjörnsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru fulltrúar íslenska landsliðsins í „Bucket challenge" UEFA meðal liðanna sextán sem taka þátt í EM kvenna í fótbolta í Hollandi. Hver þátttökuþjóð tilnefndi tvo leikmenn sem fengu það verkefni að hitta í fötu með litlum boltum af frekar stuttu færi. Hvor leikmaður fékk fimm tilraunir en þær framkvæmdu þetta á sokkalestunum. Katrín vann Ingibjörgu í fingraleiknum „steinn, skæri, blað“ og fékk því að reyna fyrir sér á undan. Katrún gat því sett smá pressu á Grindvíkinginn. Það má sjá myndband frá UEFA af íslensku stelpunum að reyna fyrir sér hér fyrir neðan:Bucket Challenge! @footballiceland are the latest to put their bucket-targeting skills to the test...#WEURO2017pic.twitter.com/VjXINLgyqK — UEFA Women's EURO (@UEFAWomensEURO) July 25, 2017 Katrín byrjaði vel með því að skella fyrsta boltanum í körfuna og setti síðan annan til viðbótar á réttan stað. Ingibjörg klikkað á fjórum fyrstu skotunum sínum en setti þann síðasta í körfuna og fagnaði vel. Með því að fá tvö stig í keppninni þá komst Katrín Ásbjörnsdóttir í efsta sætið í fötuáskorun UEFA en hún er ein af sex sem höfðu hitt tveimur boltum í körfuna þegar myndbandið með íslensku stelpunum var tekið upp.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira