Malala fær inngöngu í Oxford Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 11:51 Malala Yousafzai er nú orðin 20 ára gömul. Vísir/Getty Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai hefur hlotið inngöngu í Oxford háskóla. Hún tilkynnti þetta á Twitter síðu sinni og óskaði öllum þeim nemendum til hamingju sem fengu niðurstöður sínar úr A prófum í dag. Malala hyggst nema heimspeki, stjórnmálafræði og hagfræði við hinn sögufræga skóla. Hún er yngsti einstaklingurinn til að hreppa friðarverðlaun Nóbels. Malala er fædd í Pakistan þann 12. júlí 1997. Hún ólst upp í héraði Pakistan sem Talíbanar stjórnuðu en þeir bönnuðu stúlkum að sækja nám. Árið 2009 hóf Malala að skrifa á bloggsíðu fyrir BBC undir dulnefni. Þar lýsti hún lífi sínu undir stjórn Talíbana og fjallaði um að auka réttindi stúlkna til menntunnar. Vegna skrifa sinna hótuðu Talíbanar að drepa hana og föður hennar. Þann 9. október 2012 sat hún í skólarútu í heimabæ sínum, Mingora, og var á leið heim úr skólanum sem faðir hennar stofnaði. Þá gekk maður um borð og spurði hana hvort hún héti Malala. Því svaraði hún játandi. Maðurinn dró upp byssu og skaut hana í höfuðið. Hún hefur haldið baráttu sinni áfram og árið 2013 nefndi Time hana sem eina af hundrað áhrifamestu einstaklingum heimsins. Einnig hefur hún gefið út bókina: „Ég er Malala: Stúlkan sem stóð upp fyrir menntun og var skotin af Talíbönum.“So excited to go to Oxford!! Well done to all A-level students - the hardest year. Best wishes for life ahead! pic.twitter.com/miIwK6fNSf— Malala (@Malala) August 17, 2017 Tengdar fréttir Malala Yousafzai og Kailash Satyarti fá friðarverðlaun Nóbels Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. 10. október 2014 08:38 Malala dúxaði Yngsta friðarverðlaunahafa Nóbels gekk einstaklega vel á lokaprófum sínum. 21. ágúst 2015 15:38 Malala segir þjóðarleiðtoga heimsins hafa brugðist Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai segir þjóðarleiðtoga heimsins hafa brugðist börnunum í Sýrlandi. 12. júlí 2015 21:28 Malala gefur verðlaunafé til uppbyggingar á Gaza Malala Yousafzai hyggst gefa 50.000 Bandaríkjadali til Sameinuðu þjóðanna svo byggja megi upp skóla á Gazaströndinni sem eyðilögðust í stríði Ísraels og Palestínu fyrr á árinu. 30. október 2014 07:29 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai hefur hlotið inngöngu í Oxford háskóla. Hún tilkynnti þetta á Twitter síðu sinni og óskaði öllum þeim nemendum til hamingju sem fengu niðurstöður sínar úr A prófum í dag. Malala hyggst nema heimspeki, stjórnmálafræði og hagfræði við hinn sögufræga skóla. Hún er yngsti einstaklingurinn til að hreppa friðarverðlaun Nóbels. Malala er fædd í Pakistan þann 12. júlí 1997. Hún ólst upp í héraði Pakistan sem Talíbanar stjórnuðu en þeir bönnuðu stúlkum að sækja nám. Árið 2009 hóf Malala að skrifa á bloggsíðu fyrir BBC undir dulnefni. Þar lýsti hún lífi sínu undir stjórn Talíbana og fjallaði um að auka réttindi stúlkna til menntunnar. Vegna skrifa sinna hótuðu Talíbanar að drepa hana og föður hennar. Þann 9. október 2012 sat hún í skólarútu í heimabæ sínum, Mingora, og var á leið heim úr skólanum sem faðir hennar stofnaði. Þá gekk maður um borð og spurði hana hvort hún héti Malala. Því svaraði hún játandi. Maðurinn dró upp byssu og skaut hana í höfuðið. Hún hefur haldið baráttu sinni áfram og árið 2013 nefndi Time hana sem eina af hundrað áhrifamestu einstaklingum heimsins. Einnig hefur hún gefið út bókina: „Ég er Malala: Stúlkan sem stóð upp fyrir menntun og var skotin af Talíbönum.“So excited to go to Oxford!! Well done to all A-level students - the hardest year. Best wishes for life ahead! pic.twitter.com/miIwK6fNSf— Malala (@Malala) August 17, 2017
Tengdar fréttir Malala Yousafzai og Kailash Satyarti fá friðarverðlaun Nóbels Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. 10. október 2014 08:38 Malala dúxaði Yngsta friðarverðlaunahafa Nóbels gekk einstaklega vel á lokaprófum sínum. 21. ágúst 2015 15:38 Malala segir þjóðarleiðtoga heimsins hafa brugðist Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai segir þjóðarleiðtoga heimsins hafa brugðist börnunum í Sýrlandi. 12. júlí 2015 21:28 Malala gefur verðlaunafé til uppbyggingar á Gaza Malala Yousafzai hyggst gefa 50.000 Bandaríkjadali til Sameinuðu þjóðanna svo byggja megi upp skóla á Gazaströndinni sem eyðilögðust í stríði Ísraels og Palestínu fyrr á árinu. 30. október 2014 07:29 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Malala Yousafzai og Kailash Satyarti fá friðarverðlaun Nóbels Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. 10. október 2014 08:38
Malala dúxaði Yngsta friðarverðlaunahafa Nóbels gekk einstaklega vel á lokaprófum sínum. 21. ágúst 2015 15:38
Malala segir þjóðarleiðtoga heimsins hafa brugðist Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai segir þjóðarleiðtoga heimsins hafa brugðist börnunum í Sýrlandi. 12. júlí 2015 21:28
Malala gefur verðlaunafé til uppbyggingar á Gaza Malala Yousafzai hyggst gefa 50.000 Bandaríkjadali til Sameinuðu þjóðanna svo byggja megi upp skóla á Gazaströndinni sem eyðilögðust í stríði Ísraels og Palestínu fyrr á árinu. 30. október 2014 07:29