Fótbolti

Ronaldo bestur í Evrópu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo hefur fjórum sinnum orðið Evrópumeistari.
Ronaldo hefur fjórum sinnum orðið Evrópumeistari. vísir/getty
Cristiano Ronaldo var valinn besti leikmaður Evrópu af UEFA, en tilkynnt var um úrslitin í dag þegar dregið var í riðla fyrir Meistaradeild Evrópu.

Sjá einnig: United og Liverpool sluppu vel | Tottenham í erfiðum riðli

Cristiano Ronaldo varð Evrópumeistari með Real Madrid á síðasta tímabili og hann skoraði sitt 100. mark í Meistaradeildinni á tímabilinu.

Þetta er annað árið í röð sem Portúgalinn hreppir þennan heiður, en hann var einnig útnefndur bestur á síðasta ári.

Lieke Martens var valin besti leikmaður Evrópu kvennamegin. Martens varð Evrópumeistari með hollenska landsliðinu.

Einnig var gert kunngjört um besta framherja, miðjumann, varnarmann og markvörð Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili.

Cristiano Ronaldo var valinn besti framherjinn, samherji hans hjá Real Madrid Luka Modric var besti miðjumaðurinn. Fyrirliði Real, Sergio Ramos, var besti varnarmaðurinn og markmaður tímabilsins var Gianluigi Buffon hjá Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×