Tarantino um Weinstein: „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 19. október 2017 22:25 Weinstein hélt trúlofunarveislu fyrir Tarantino fyrir nokkrum vikum. Vísir/AFP Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. Segist Tarantino skammast sín mikið fyrir að hafa ekki tekið skýrari afstöðu gegn Harvey og að hafa ekki hætt að vinna með honum. The New York Times greinir frá. Umræða um kynferðislegt áreiti í garð kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hefur verið í hámæli undanfarna daga eftir að fjöldi kvenna steig fram og opnaði sig um áreiti leikstjórans Harveys Weinstein. Gífurlegur fjöldi kvenna hafa sakað framleiðandann um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi,“ sagði Tarantino. „Þetta voru ekki hefðbundnir orðrómar sem ég heyrði um hann. Frásagnirnar komu ekki til mín í gegnum þriðja aðila. Ég veit fyrir víst að hann gerði margt af þessu.“ Fyrrverandi kærasta Tarantino áreitt af Weinstein Leikstjórinn segir einnig að fyrrverandi kærasta hans, Mira Sorvino, hafi sagt honum að Harvey hafi áreitt sig. Tarantino hélt að um einstakt tilvik væri að ræða í það skiptið. Að framleiðandinn hafi „bara verið svo yfir sig hrifinn af Mira.“ Þrátt fyrir að heyra sífellt fleiri sögur um kynferðislegt áreiti framleiðandans í gegnum árin hélt hann áfram að að búa til myndir með Weinstein, ákvörðun sem hann segist sjá eftir núna. Tarantino og Weinstein hafa unnið saman að fjölda kvikmynda. Má til að mynda nefna myndirnar Reservoir Dogs, Pulp Fiction, Kill Bill og Inglorious Bastards. Þá hélt Weinstein einnig trúlofunarveislu fyrir Tarantino fyrir nokkrum vikum. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Hollywood Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. Segist Tarantino skammast sín mikið fyrir að hafa ekki tekið skýrari afstöðu gegn Harvey og að hafa ekki hætt að vinna með honum. The New York Times greinir frá. Umræða um kynferðislegt áreiti í garð kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hefur verið í hámæli undanfarna daga eftir að fjöldi kvenna steig fram og opnaði sig um áreiti leikstjórans Harveys Weinstein. Gífurlegur fjöldi kvenna hafa sakað framleiðandann um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi,“ sagði Tarantino. „Þetta voru ekki hefðbundnir orðrómar sem ég heyrði um hann. Frásagnirnar komu ekki til mín í gegnum þriðja aðila. Ég veit fyrir víst að hann gerði margt af þessu.“ Fyrrverandi kærasta Tarantino áreitt af Weinstein Leikstjórinn segir einnig að fyrrverandi kærasta hans, Mira Sorvino, hafi sagt honum að Harvey hafi áreitt sig. Tarantino hélt að um einstakt tilvik væri að ræða í það skiptið. Að framleiðandinn hafi „bara verið svo yfir sig hrifinn af Mira.“ Þrátt fyrir að heyra sífellt fleiri sögur um kynferðislegt áreiti framleiðandans í gegnum árin hélt hann áfram að að búa til myndir með Weinstein, ákvörðun sem hann segist sjá eftir núna. Tarantino og Weinstein hafa unnið saman að fjölda kvikmynda. Má til að mynda nefna myndirnar Reservoir Dogs, Pulp Fiction, Kill Bill og Inglorious Bastards. Þá hélt Weinstein einnig trúlofunarveislu fyrir Tarantino fyrir nokkrum vikum.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Hollywood Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira