Einar Andri um kynslóðarskiptin í handboltalandsliðinu: Efniviðurinn er til staðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2017 20:00 Fjórir nýliðar voru valdir í tuttugu manna A-landsliðshóp karla í handbolta sem mætir Svíum í tveimur vináttulandsleikjum á móti Svíum hér heima í lok október. Það eru þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Óðinn Þór Ríkharðsson úr FH, Egill Magnússon úr Stjörnunni og Elvar Örn Jónsson frá Selfossi. Guðjón Guðmundsson ræddi við Einar Andra Einarsson, þjálfari Aftureldingar, um þessi kynslóðarskipti í íslenska karlalandsliðinu í handbolta. „Hópurinn sýnir það að þessi kynslóðarskipti, sem eru búin að vera í umræðunni í nokkur ár, eru að fara í gegn. Við erum komnir með tíu stráka sem eru fæddir 1995 og seinna. Það er því orðið hátt hlutfall af hópnum sem eru strákar sem tilheyra yngri kynslóðinni,“ sagði Einar Andri Einarsson. Leikirnir við Svía er liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Króatíu í byrjun janúar. „Ég held að einhver hluti af þeim muni koma til með að taka þátt í Evrópumótinu. Það verður spennandi að sjá hvernig þeir koma út í þessum landsleikjum við Svía. Þeir fá tækifæri til að sýna hverjir eiga heima þar. Ég bind vonir við að við fáum að sjá einhverja af þeim. Það væri spennandi en jafnframt erfitt,“ sagði Einar Andri. „Þetta er rosalegt stökk og það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að þegar leikmenn eru að koma inn í þetta þá tekur það tíma. Menn þurfa tíma til að fóta sig og þurfa að fá að gera mistök. Menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta gæti tekið einhvern tíma fyrir okkur,“ sagði Einar Andri. „Efniviðurinn er til staðar og ef að þessir strákar fá að sýna sig og sanna þá munum við með tímanum aftur komast á þann stað sem við viljum,“ sagði Einar Andri en það má sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Sjá meira
Fjórir nýliðar voru valdir í tuttugu manna A-landsliðshóp karla í handbolta sem mætir Svíum í tveimur vináttulandsleikjum á móti Svíum hér heima í lok október. Það eru þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Óðinn Þór Ríkharðsson úr FH, Egill Magnússon úr Stjörnunni og Elvar Örn Jónsson frá Selfossi. Guðjón Guðmundsson ræddi við Einar Andra Einarsson, þjálfari Aftureldingar, um þessi kynslóðarskipti í íslenska karlalandsliðinu í handbolta. „Hópurinn sýnir það að þessi kynslóðarskipti, sem eru búin að vera í umræðunni í nokkur ár, eru að fara í gegn. Við erum komnir með tíu stráka sem eru fæddir 1995 og seinna. Það er því orðið hátt hlutfall af hópnum sem eru strákar sem tilheyra yngri kynslóðinni,“ sagði Einar Andri Einarsson. Leikirnir við Svía er liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Króatíu í byrjun janúar. „Ég held að einhver hluti af þeim muni koma til með að taka þátt í Evrópumótinu. Það verður spennandi að sjá hvernig þeir koma út í þessum landsleikjum við Svía. Þeir fá tækifæri til að sýna hverjir eiga heima þar. Ég bind vonir við að við fáum að sjá einhverja af þeim. Það væri spennandi en jafnframt erfitt,“ sagði Einar Andri. „Þetta er rosalegt stökk og það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að þegar leikmenn eru að koma inn í þetta þá tekur það tíma. Menn þurfa tíma til að fóta sig og þurfa að fá að gera mistök. Menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta gæti tekið einhvern tíma fyrir okkur,“ sagði Einar Andri. „Efniviðurinn er til staðar og ef að þessir strákar fá að sýna sig og sanna þá munum við með tímanum aftur komast á þann stað sem við viljum,“ sagði Einar Andri en það má sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti