Fótbolti

Heimir tekur við HB

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimir þjálfar í fyrsta sinn utan landssteinanna.
Heimir þjálfar í fyrsta sinn utan landssteinanna. vísir/stefán
Heimir Guðjónsson er tekinn við HB frá Þórshöfn. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu færeyska félagsins.

Heimir skrifaði undir tveggja ára samning við HB sem endaði í 5. sæti færeysku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Heimir var látinn fara frá FH í haust eftir 17 ára veru hjá Fimleikafélaginu. Hann var aðalþjálfari FH í áratug og gerði liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum og einu sinni að bikarmeisturum.

HB hefur góða reynslu af íslenskum þjálfurum en Kristján Guðmundsson gerði liðið að færeyskum meisturum árið 2010.

HB er sigursælasta lið Færeyja en það hefur 22 sinnum orðið meistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×