HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2017 14:00 Frumsýningu á nýjustu mynd Louis C.K., I Love You Daddy, var aflýst í New York í gær. Vísir/Getty Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO hefur slitið samstarfi sínu við grínistann Louis C.K. í kjölfar ásakana fimm kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Í frétt NME segir að sjónvarpsstöðin hafi fjarlægt alla þætti grínistans frá streymisþjónustum sínum, meðal annars uppistandssýningarnar One Night Stand og Shameless. New York Times greindu í gær frá því að fimm konur, sem allar hafi starfað með Louis C.K., saki hann um kynferðislega áreitni. Hvorki grínistinn sjálfur né blaðafulltrúi hans hafa tjáð sig um ásakanirnar, nema blaðafulltrúinn lét hafa eftir sig að Louis C.K. muni ekki svara neinum spurningum. Endurskoða samstarfið Sjónvarpsstöðin FX, sem síðustu fimm árin hefur sýnt þættina Louis, hyggst einnig endurskoða samvinnu sína við leikarann. „Augljóslega valda ásakanirnar á hendur Louis C.K. sem birtast í grein New York Times okkur áhyggjum,“ segir í yfirlýsingu frá FX. Þar er einnig tekið fram að stöðinni hafi ekki borist neinar tilkynningar um óeðlilega hegðun grínistans á þeim átta árum sem hann hefur starfað fyrir stöðina. Allt verði gert til að verja starfsmenn fyrirtækisins og verður málið rannsakað. Frumsýningu á nýjustu mynd Louis C.K., I Love You Daddy, var aflýst í New York í gær. Fróaði sér fyrir framan konur Ásakanirnar á hendur Louis C.K., sem birtast í New York Times koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Grínistarnir Dana Min Goodman og Julia Wolov sögðu sögu sína af samskiptum sínum við leikarann og sögðust hafa hitt hann eftir vel heppnaða sýningu í Aspen í Colorado þar sem þær þáðu boð hans um að kíkja í smá „eftirpartý“ á hótelherbergi hans. Leikarinn spurði þar konurnar í gríni, að þær héldu, hvort hann mætti „vippa honum út“ og hafi þær hlegið í upphafi. Því næst hóf Louis að afklæðast og fróaði sér fyrir framan þær. Uppistandarinn Rebecca Corry hafði svipaða sögu að segja en hún segir Louis C.K. hafa spurt hana hvort hann mætti fylgja henni inn í búningsherbergi og fróa sér fyrir framan hana. Corry segist í samtali við blaðið hafa bent honum á að hann væri kvæntur fjölskyldufaðir. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO hefur slitið samstarfi sínu við grínistann Louis C.K. í kjölfar ásakana fimm kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Í frétt NME segir að sjónvarpsstöðin hafi fjarlægt alla þætti grínistans frá streymisþjónustum sínum, meðal annars uppistandssýningarnar One Night Stand og Shameless. New York Times greindu í gær frá því að fimm konur, sem allar hafi starfað með Louis C.K., saki hann um kynferðislega áreitni. Hvorki grínistinn sjálfur né blaðafulltrúi hans hafa tjáð sig um ásakanirnar, nema blaðafulltrúinn lét hafa eftir sig að Louis C.K. muni ekki svara neinum spurningum. Endurskoða samstarfið Sjónvarpsstöðin FX, sem síðustu fimm árin hefur sýnt þættina Louis, hyggst einnig endurskoða samvinnu sína við leikarann. „Augljóslega valda ásakanirnar á hendur Louis C.K. sem birtast í grein New York Times okkur áhyggjum,“ segir í yfirlýsingu frá FX. Þar er einnig tekið fram að stöðinni hafi ekki borist neinar tilkynningar um óeðlilega hegðun grínistans á þeim átta árum sem hann hefur starfað fyrir stöðina. Allt verði gert til að verja starfsmenn fyrirtækisins og verður málið rannsakað. Frumsýningu á nýjustu mynd Louis C.K., I Love You Daddy, var aflýst í New York í gær. Fróaði sér fyrir framan konur Ásakanirnar á hendur Louis C.K., sem birtast í New York Times koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Grínistarnir Dana Min Goodman og Julia Wolov sögðu sögu sína af samskiptum sínum við leikarann og sögðust hafa hitt hann eftir vel heppnaða sýningu í Aspen í Colorado þar sem þær þáðu boð hans um að kíkja í smá „eftirpartý“ á hótelherbergi hans. Leikarinn spurði þar konurnar í gríni, að þær héldu, hvort hann mætti „vippa honum út“ og hafi þær hlegið í upphafi. Því næst hóf Louis að afklæðast og fróaði sér fyrir framan þær. Uppistandarinn Rebecca Corry hafði svipaða sögu að segja en hún segir Louis C.K. hafa spurt hana hvort hann mætti fylgja henni inn í búningsherbergi og fróa sér fyrir framan hana. Corry segist í samtali við blaðið hafa bent honum á að hann væri kvæntur fjölskyldufaðir.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49