Erlent

Óttast að Bandaríkin viðurkenni Jerúsalem sem höfuðborg

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Klettamoskan í Jerúsael er eitt þekktasta kennileiti Ísraels.
Klettamoskan í Jerúsael er eitt þekktasta kennileiti Ísraels. Vísir/AFP
Utanríkisráðherra Jórdaníu varar Bandaríkjamenn við afleiðingum þess að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis.

Hávær orðrómur er nú uppi um að Donald Trump forseti ætli sér að gera það, líkt og hann hafði lofað í kosningabaráttunni. Slíkt myndi án efa vekja reiðiöldu á meðal múslima sem líta á Jerúsalem sem heilaga borg. Jared Kushner, tengdasonur Trumps og einn helsti ráðgjafi hans, segir þó að engin slík ákvörðun hafi verið tekin enn sem komið er.

Ísraelski herinn hertók Austurhluta Jerúsalemborgar í stríðinu 1967 og innlimaði borgina inn í Ísrael árið 1980 og lítur á hana sem ísraelskt áhrifasvæði. Samkvæmt skilgreiningum alþjóðalaga er þó um hernumið svæði að ræða og því er borgin ekki viðurkennd sem höfuðborg Ísraels, heldur Tel Aviv.

Palestínumenn gera einnig tilkall til borgarinnar og vilja að hún verði framtíðarhöfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×