Nicklas Bendtner kom Rosenborg á bragðið gegn Odds Ballklubb í sínum fyrsta deildarleik fyrir félagið.
Bendtner kom til norsku meistaranna frá Nottingham Forest í vetur og Daninn fer vel af stað í búningi Rosenborg.
Bendtner kom Rosenborg yfir gegn Odd á 57. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Sondre Lövseth Rossbach sjálfsmark og staðan orðin 2-0.
Það var svo Milan Jevtovic sem skoraði þriðja mark Rosenborg 20 mínútum fyrir leikslok og öruggur sigur Þrándheimsliðsins staðreynd.
Matthías Vilhjálmsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Rosenborg.
