Umfjöllun og viðtöl: KR - SJK 0-0 | KR hélt hreinu en skaut púðurskotum Stefán Árni Pálsson skrifar 29. júní 2017 21:30 Kennie Chopart skoraði í síðasta leik KR. vísir/eyþór KR-ingar gerðu markalaust jafntefli við finnska liðið SJK Seinäjoki í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Vesturbænum í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var heldur bragðdaufur og fengu liðin fá færi. KR-ingar voru meira með boltann án þess að ná að skapa sér almennilega færi. KR-ingar fengu aftur á móti heilan urmul af hornspyrnum í hálfleiknum en það kom ekkert út úr þeim. Staðan var því 0-0 í hálfleik og þurfti heimamenn í KR heldur betur að bæta sinn leik. Í þeim síðari var í raun það sama uppi teningnum og KR-ingar héldu áfram að stjórna leiknum en skapa sér svo lítið sem ekkert marktækifæri. Liðið spilaði frábæran varnarleik allan leikinn og það verður ekki tekið af þeim. Það er gríðarlega mikilvægt að fá ekki á sig mark á heimavelli og það gekk eftir. Nú þarf liðið reyndar að skora á útivelli þar sem leikurinn fór 0-0 í kvöld. KR-ingar mæta Stjörnunni á sunnudaginn í Borgunarbikarnum og þarf liðið svo sannarlega að sýna sama varnarleik og í kvöld. Framlínan þarf að bæta sig töluvert. Óskar Örn Hauksson var flottur í liði KR í kvöld og var hann hættulegasti sóknarmaður liðsins. Öftustu leikmenn KR voru einnig mjög svo góðir og Skúli Jón Friðgeirsson virkilega flottur inni á miðjunni. Þessi lið mætast aftur í Finnlandi eftir viku. Skúli: Frábær leikur hjá okkur varnarlega„Þetta var fínn leikur hjá okkur fannst mér,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. „Við spiluðum þetta taktískt og opnuðum okkur ekki neitt. Auðvitað hefðum við vilja skora mörk en mér finnst þetta bara líta ágætlega út fyrir seinni leikinn.“ Skúli segir að liðið eigi fínan möguleika á því að fara áfram í aðra umferð. „Mér fannst við fara fullfljótt í það að kíla boltann langt í seinni hálfleiknum, í stað þess að reyna frekar að spila boltanum. Mér fannst við nefnilega opna þá ágætlega þegar við héldum boltanum niðri.“ Hann er ekkert smeykur við næstu daga. „Það er ekkert skemmtilegra en að spila leiki og mun betra en að æfa. Svo þetta verður bara fínt á móti Stjörnunni og svo förum við út til Finnlands.“ Willum: Rosalega ánægður með okkar leik„Ég er bara ánægður með liðið og við spiluðum mjög góðan og agaðan leik,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Þessi frammistaða hefði átt að skila sigri en það er ekkert sem heitir ef og hefði í þessum bransa. Við nýtum tvö færi í kvöld en ég gat ekki séð hvort þetta hafi verið rangstaða. Mér fannst við reyndar átt að fá vítaspyrnu á einum tímapunkti í leiknum.“ Willum segir að fyrri hálfleikurinn hafi verið sérstaklega góður hjá KR-liðinu í kvöld. „Þetta einvígi er bara galopið og við ætlum okkur bara að fara út og leggja þá af velli þar.“ KR-ingar fengu heilan helling af hornspyrnum í kvöld en aldrei skapaðist almennilega hætta. „Við erum með öfluga spyrnumenn og fína menn inni í boxinu og auðvitað hefði ég viljað sjá menn nýta hornspyrnurnar betur. Ég er bara samt sem áður mjög ánægður með liðið í dag. Auðvitað er maður alltaf smá vonsvikinn að klára ekki verkefni alveg og skila sigri en maður verður að horfa á það jákvæða í þessu.“ Evrópudeild UEFA
KR-ingar gerðu markalaust jafntefli við finnska liðið SJK Seinäjoki í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Vesturbænum í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var heldur bragðdaufur og fengu liðin fá færi. KR-ingar voru meira með boltann án þess að ná að skapa sér almennilega færi. KR-ingar fengu aftur á móti heilan urmul af hornspyrnum í hálfleiknum en það kom ekkert út úr þeim. Staðan var því 0-0 í hálfleik og þurfti heimamenn í KR heldur betur að bæta sinn leik. Í þeim síðari var í raun það sama uppi teningnum og KR-ingar héldu áfram að stjórna leiknum en skapa sér svo lítið sem ekkert marktækifæri. Liðið spilaði frábæran varnarleik allan leikinn og það verður ekki tekið af þeim. Það er gríðarlega mikilvægt að fá ekki á sig mark á heimavelli og það gekk eftir. Nú þarf liðið reyndar að skora á útivelli þar sem leikurinn fór 0-0 í kvöld. KR-ingar mæta Stjörnunni á sunnudaginn í Borgunarbikarnum og þarf liðið svo sannarlega að sýna sama varnarleik og í kvöld. Framlínan þarf að bæta sig töluvert. Óskar Örn Hauksson var flottur í liði KR í kvöld og var hann hættulegasti sóknarmaður liðsins. Öftustu leikmenn KR voru einnig mjög svo góðir og Skúli Jón Friðgeirsson virkilega flottur inni á miðjunni. Þessi lið mætast aftur í Finnlandi eftir viku. Skúli: Frábær leikur hjá okkur varnarlega„Þetta var fínn leikur hjá okkur fannst mér,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. „Við spiluðum þetta taktískt og opnuðum okkur ekki neitt. Auðvitað hefðum við vilja skora mörk en mér finnst þetta bara líta ágætlega út fyrir seinni leikinn.“ Skúli segir að liðið eigi fínan möguleika á því að fara áfram í aðra umferð. „Mér fannst við fara fullfljótt í það að kíla boltann langt í seinni hálfleiknum, í stað þess að reyna frekar að spila boltanum. Mér fannst við nefnilega opna þá ágætlega þegar við héldum boltanum niðri.“ Hann er ekkert smeykur við næstu daga. „Það er ekkert skemmtilegra en að spila leiki og mun betra en að æfa. Svo þetta verður bara fínt á móti Stjörnunni og svo förum við út til Finnlands.“ Willum: Rosalega ánægður með okkar leik„Ég er bara ánægður með liðið og við spiluðum mjög góðan og agaðan leik,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Þessi frammistaða hefði átt að skila sigri en það er ekkert sem heitir ef og hefði í þessum bransa. Við nýtum tvö færi í kvöld en ég gat ekki séð hvort þetta hafi verið rangstaða. Mér fannst við reyndar átt að fá vítaspyrnu á einum tímapunkti í leiknum.“ Willum segir að fyrri hálfleikurinn hafi verið sérstaklega góður hjá KR-liðinu í kvöld. „Þetta einvígi er bara galopið og við ætlum okkur bara að fara út og leggja þá af velli þar.“ KR-ingar fengu heilan helling af hornspyrnum í kvöld en aldrei skapaðist almennilega hætta. „Við erum með öfluga spyrnumenn og fína menn inni í boxinu og auðvitað hefði ég viljað sjá menn nýta hornspyrnurnar betur. Ég er bara samt sem áður mjög ánægður með liðið í dag. Auðvitað er maður alltaf smá vonsvikinn að klára ekki verkefni alveg og skila sigri en maður verður að horfa á það jákvæða í þessu.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti