Fótbolti

Dybala með þrennu fyrir Juventus

Elías Orri Njarðarson skrifar
Paulo Dybala setti þrennu í dag
Paulo Dybala setti þrennu í dag visir/epa
Tveimur leikjum af þremur í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta er nú lokið í dag. Juventus sigraði Genoa örugglega 2-4 og Bologna lagði Benevento 0-1.

Lið Juventus lenti í vandræðum í leiknum á móti Genoa í dag en strax á fyrstu mínútu varð Miralem Pjanic fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan óvænt orðin 1-0 fyrir Genoa. Andrey Galabinov jók svo forskot Genoa á sjöundu mínútu og staðan í leiknum orðin 2-0.

Paulo Dybala lagaði svo stöðuna fyrir Juventus þegar að hann skoraði á 14. mínútu. Hann var svo aftur á ferðinni þegar að hann jafnaði metin úr vítaspyrnu stuttu fyrir hálfleik og staðan í hálfleik var því 2-2.

Juan Cuadrado kom svo Juventus yfir á 62. mínútu og Paulo Dybala bætti svo fjórða markinu og sínu þriðja á 90. mínútu og frábær endurkomusigur fyrir Juventus.



Í hinum leik dagsins fengu Benevento lið Bologna í heimsókn.

Godfred Donsah fyrir Bologna eftir 55. mínútna leik..

Átta mínútum var bætt við venjulegan leik tíma og Fabio Lucioni jafnaði metin fyrir Benevento á 98. mínútu leiksins en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Hvorugu liðanna náði að skora í leiknum og endaði hann með góðum sigri Bologna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×