Skammaði Þorgerði á leiðinni úr ráðherrastóli Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. desember 2017 07:00 Jón Gunnarsson átelur vinnubrögð fyrrverandi ráðherra. vísir/vilhelm Jón Gunnarsson, fráfarandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nýtti tækifærið á ríkisráðsfundi fráfarandi ríkisstjórnar á Bessastöðum í gær og gerði athugasemdir við ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um stækkun friðunarsvæðis hvala í Faxaflóa. Jón telur vinnubrögð Þorgerðar við reglugerðarbreytinguna í vikunni hafa verið ámælisverð. Sonur Jóns er einn þeirra sem hagsmuna eiga að gæta í málinu. Þorgerður vonar að ný ríkisstjórn gangi enn lengra. „Hún gerði þetta í skjóli myrkurs. Ég var að spyrja hana af hverju hún hafi ekki farið þá leið sem okkur er uppálagt samkvæmt vandaðri stjórnsýslu,“ segir Jón Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið. Hann gagnrýnir að fyrir reglugerðarbreytinguna, sem var eitt síðasta verk Þorgerðar í ráðherrastóli þann 29. nóvember, hafi hagsmunaðilar ekki fengið að veita umsagnir og að engar málefnalegar forsendur hafi verið fyrir því að stækka friðunarsvæðið.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.vísir/ernir„Mér finnst þetta ámælisvert. Þessi reglugerð var gefin út án samráðs við hagsmunaaðila, án kynningar eða viðvarana til þeirra sem eiga afkomu sína undir. Þetta hefur varanleg áhrif á afkomu ákveðinna fyrirtækja. Svo geta menn reynt að gera það tortryggilegt að það er sonur minn sem rekur eitt þessara fyrirtækja. Það hefur ekkert með það að gera. Ég var byrjaður að berjast fyrir hvalveiðum áður en hann hafði lokið grunnskólanámi. Skoðun mín hefur ekkert breyst,“ segir Jón en sonur hans hefur um árabil stundað hrefnuveiðar. Jón segir rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á ferlum hvalaskoðunarskipa sýni að stækkunin muni ekki skipta þau fyrirtæki máli enda fari þau ekki einu sinni nærri þeim mörkum sem fyrir voru. Þorgerður Katrín segir hins vegar sjónarmið allra helstu aðila málsins hafa legið fyrir frá fyrri ákvörðunum um bæði stækkun og síðast minnkun friðunarsvæðisins. „Síðan þá er alveg skýrt hver eru sjónarmið Reykjavíkurborgar, hvalafriðunar, ferðaþjónustu og líka þeirra sem reka hrefnuveiðifyrirtækið og svo er það bara mín pólitíska ákvörðun að ákveða þetta. En þetta er afturkræf ákvörðun. Það hefur sýnt sig að hver ríkisstjórn getur ákveðið þetta.“ Þorgerður segist hafa gert sér grein fyrir því hver skoðun fyrirtækis sonar Jóns hafi verið á málinu, Jón hafi verið búinn að tjá henni hana. „Þetta er mín ákvörðun, ég stend við hana, þetta er táknrænt skref og ég tel að næsta skref sé einfaldlega að endurmeta og endurskoða hvalveiðistefnu Íslendinga.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þorgerður Katrín stækkar friðunarsvæði hvala á síðustu dögum starfsstjórnarinnar Ákvörðunin var tekin í síðustu viku en útlit er fyrir að ný ríkisstjórn taki við völdum á allra næstu dögum. 28. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Jón Gunnarsson, fráfarandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nýtti tækifærið á ríkisráðsfundi fráfarandi ríkisstjórnar á Bessastöðum í gær og gerði athugasemdir við ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um stækkun friðunarsvæðis hvala í Faxaflóa. Jón telur vinnubrögð Þorgerðar við reglugerðarbreytinguna í vikunni hafa verið ámælisverð. Sonur Jóns er einn þeirra sem hagsmuna eiga að gæta í málinu. Þorgerður vonar að ný ríkisstjórn gangi enn lengra. „Hún gerði þetta í skjóli myrkurs. Ég var að spyrja hana af hverju hún hafi ekki farið þá leið sem okkur er uppálagt samkvæmt vandaðri stjórnsýslu,“ segir Jón Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið. Hann gagnrýnir að fyrir reglugerðarbreytinguna, sem var eitt síðasta verk Þorgerðar í ráðherrastóli þann 29. nóvember, hafi hagsmunaðilar ekki fengið að veita umsagnir og að engar málefnalegar forsendur hafi verið fyrir því að stækka friðunarsvæðið.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.vísir/ernir„Mér finnst þetta ámælisvert. Þessi reglugerð var gefin út án samráðs við hagsmunaaðila, án kynningar eða viðvarana til þeirra sem eiga afkomu sína undir. Þetta hefur varanleg áhrif á afkomu ákveðinna fyrirtækja. Svo geta menn reynt að gera það tortryggilegt að það er sonur minn sem rekur eitt þessara fyrirtækja. Það hefur ekkert með það að gera. Ég var byrjaður að berjast fyrir hvalveiðum áður en hann hafði lokið grunnskólanámi. Skoðun mín hefur ekkert breyst,“ segir Jón en sonur hans hefur um árabil stundað hrefnuveiðar. Jón segir rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á ferlum hvalaskoðunarskipa sýni að stækkunin muni ekki skipta þau fyrirtæki máli enda fari þau ekki einu sinni nærri þeim mörkum sem fyrir voru. Þorgerður Katrín segir hins vegar sjónarmið allra helstu aðila málsins hafa legið fyrir frá fyrri ákvörðunum um bæði stækkun og síðast minnkun friðunarsvæðisins. „Síðan þá er alveg skýrt hver eru sjónarmið Reykjavíkurborgar, hvalafriðunar, ferðaþjónustu og líka þeirra sem reka hrefnuveiðifyrirtækið og svo er það bara mín pólitíska ákvörðun að ákveða þetta. En þetta er afturkræf ákvörðun. Það hefur sýnt sig að hver ríkisstjórn getur ákveðið þetta.“ Þorgerður segist hafa gert sér grein fyrir því hver skoðun fyrirtækis sonar Jóns hafi verið á málinu, Jón hafi verið búinn að tjá henni hana. „Þetta er mín ákvörðun, ég stend við hana, þetta er táknrænt skref og ég tel að næsta skref sé einfaldlega að endurmeta og endurskoða hvalveiðistefnu Íslendinga.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þorgerður Katrín stækkar friðunarsvæði hvala á síðustu dögum starfsstjórnarinnar Ákvörðunin var tekin í síðustu viku en útlit er fyrir að ný ríkisstjórn taki við völdum á allra næstu dögum. 28. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Þorgerður Katrín stækkar friðunarsvæði hvala á síðustu dögum starfsstjórnarinnar Ákvörðunin var tekin í síðustu viku en útlit er fyrir að ný ríkisstjórn taki við völdum á allra næstu dögum. 28. nóvember 2017 15:26