Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2017 19:30 Vladimir Putin og Donald Trump á leiðtogafundinum í Hamborg. Vísir/afp Öll aðildarríki G-20-samstarfsins nema Bandaríkin skrifa undir yfirlýsingu eftir leiðtogafund í Hamborg um að unnið skuli eftir Parísar-sáttmálanum í loftlagsmálum og ekki sé hægt að snúa til baka með hann. Vladimir Putin forseti Rússlands segir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa verið sáttan við svör hans varðandi afskipti af bandarísku forsetakosningunum. Töluverð eyðilegging blasti við víða í Hamborg í morgun eftir róstur sumra mótmælenda sem gengu berserksgang, kveiktu í bílum og ollu skemmdum á verslunum og öðru sem á vegi þeirra varð. En mótmælin náðu ekki að trufla leiðtogafund 19 helstu iðnríkja og Evrópusambandsins sem lauk í dag. Þar var mikil áhersla lögð á samstöðu í loftlagsmálum og lögðust margir leiðtoganna á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum parísarsáttmálans í loftlagsmálum. Þeirra á meðal var Theresa May forsætisráðherra Bretlands, en eftir fund hennar með forsetanum sagði Trump öflugan viðskiptasaming vera í burðarliðnum milli ríkjanna. „Eins og leiðtogar annarra ríkja hér á fundinum er ég mjög undrandi á ákvörðun Bandaríkjamanna að draga sig út úr parísarsáttmálanum. Ég hvatti forsetann eindregið til að gerast aðili að honum á ný,” sagði May í lok leiðtogafundarins í dag. Bretar stæðu styddu parísarsáttmálann heilshugar. „Sáttmálinn verndar ekki einungis umhverfið fyrir komandi kynslóðir heldur mun hann halda verðlagi á orku viðráðanlegu og viðhalda öruggri og traustri afhendingu orku til fyrirtækja og heimila,“ segir May. Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að þar sem ekki hafi náðst samstaða annarra ríkja og Bandaríkjanna séu sjónarmið Bandaríkjanna færð til bókar í yfirlýsingu fundarins. „Ég er mjög ánægð með að aðrir leiðtogar og ríkisstjórnir hér á G20 fundinum eru einhuga um að ekki sé hægt að hverfa frá Parísarsáttmálanum í loftslagsmálum. Að við verðum að innleiða þær skyldur sem við tókum á okkur með sáttmálanum eins hratt og hægt er. Við erum einnig sammála um aðgerðaráætlun í loftlags- og orkumálum, sem kennd verður við Hamborg,“ sagði Merkel. Rússar standa heilir að baki Parísarsamkomulaginu. En Vladimir Putin sagði einnig á fréttamannafundi í dag að Rússar hefðu ekki haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. „Trump spurði út í þetta og var mjög áhugasamur um tiltekin smáatriði. Ég gaf eins nákvæm svör og mér var unnt. Ég greindi honum frá samskipti mín við síðustu ríkisstjórn Bandaríkjanna, þar með talið við Barack Obama forseta. Ég tel mig ekki hafa rétt til að greina frá samtölum mínum við Obama í smáatriðum. Það er ekki viðtekið í hinum pólitíska heimi. Þá finnst mér ekki siðferðilega rétt að ég greini í smáatriðum frá innihaldi samtala okkar Trump forseta. Hann spurði mig, ég svaraði. Hann bað um útskýringar, ég skýrði út. Mér sýnist hann hafa verið sáttur við þau svör,“ sagði Vladimir Putin í hamborg í dag. Tengdar fréttir Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag. 8. júlí 2017 09:23 Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Theresa May sér ekki eftir neinu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist ekki sjá eftir því að hafa boðað til kosninga. Þetta segir hún þrátt fyrir að úrslit nýafstaðinna kosninga í Bretlandi leiddu í ljós minni stuðning við Íhaldsflokkinn. Þá sýna kannanir að 60% kjósenda séu neikvæðari í garð Theresu May eftir kosningarnar heldur en fyrir. 8. júlí 2017 16:55 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Öll aðildarríki G-20-samstarfsins nema Bandaríkin skrifa undir yfirlýsingu eftir leiðtogafund í Hamborg um að unnið skuli eftir Parísar-sáttmálanum í loftlagsmálum og ekki sé hægt að snúa til baka með hann. Vladimir Putin forseti Rússlands segir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa verið sáttan við svör hans varðandi afskipti af bandarísku forsetakosningunum. Töluverð eyðilegging blasti við víða í Hamborg í morgun eftir róstur sumra mótmælenda sem gengu berserksgang, kveiktu í bílum og ollu skemmdum á verslunum og öðru sem á vegi þeirra varð. En mótmælin náðu ekki að trufla leiðtogafund 19 helstu iðnríkja og Evrópusambandsins sem lauk í dag. Þar var mikil áhersla lögð á samstöðu í loftlagsmálum og lögðust margir leiðtoganna á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum parísarsáttmálans í loftlagsmálum. Þeirra á meðal var Theresa May forsætisráðherra Bretlands, en eftir fund hennar með forsetanum sagði Trump öflugan viðskiptasaming vera í burðarliðnum milli ríkjanna. „Eins og leiðtogar annarra ríkja hér á fundinum er ég mjög undrandi á ákvörðun Bandaríkjamanna að draga sig út úr parísarsáttmálanum. Ég hvatti forsetann eindregið til að gerast aðili að honum á ný,” sagði May í lok leiðtogafundarins í dag. Bretar stæðu styddu parísarsáttmálann heilshugar. „Sáttmálinn verndar ekki einungis umhverfið fyrir komandi kynslóðir heldur mun hann halda verðlagi á orku viðráðanlegu og viðhalda öruggri og traustri afhendingu orku til fyrirtækja og heimila,“ segir May. Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að þar sem ekki hafi náðst samstaða annarra ríkja og Bandaríkjanna séu sjónarmið Bandaríkjanna færð til bókar í yfirlýsingu fundarins. „Ég er mjög ánægð með að aðrir leiðtogar og ríkisstjórnir hér á G20 fundinum eru einhuga um að ekki sé hægt að hverfa frá Parísarsáttmálanum í loftslagsmálum. Að við verðum að innleiða þær skyldur sem við tókum á okkur með sáttmálanum eins hratt og hægt er. Við erum einnig sammála um aðgerðaráætlun í loftlags- og orkumálum, sem kennd verður við Hamborg,“ sagði Merkel. Rússar standa heilir að baki Parísarsamkomulaginu. En Vladimir Putin sagði einnig á fréttamannafundi í dag að Rússar hefðu ekki haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. „Trump spurði út í þetta og var mjög áhugasamur um tiltekin smáatriði. Ég gaf eins nákvæm svör og mér var unnt. Ég greindi honum frá samskipti mín við síðustu ríkisstjórn Bandaríkjanna, þar með talið við Barack Obama forseta. Ég tel mig ekki hafa rétt til að greina frá samtölum mínum við Obama í smáatriðum. Það er ekki viðtekið í hinum pólitíska heimi. Þá finnst mér ekki siðferðilega rétt að ég greini í smáatriðum frá innihaldi samtala okkar Trump forseta. Hann spurði mig, ég svaraði. Hann bað um útskýringar, ég skýrði út. Mér sýnist hann hafa verið sáttur við þau svör,“ sagði Vladimir Putin í hamborg í dag.
Tengdar fréttir Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag. 8. júlí 2017 09:23 Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Theresa May sér ekki eftir neinu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist ekki sjá eftir því að hafa boðað til kosninga. Þetta segir hún þrátt fyrir að úrslit nýafstaðinna kosninga í Bretlandi leiddu í ljós minni stuðning við Íhaldsflokkinn. Þá sýna kannanir að 60% kjósenda séu neikvæðari í garð Theresu May eftir kosningarnar heldur en fyrir. 8. júlí 2017 16:55 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag. 8. júlí 2017 09:23
Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21
Theresa May sér ekki eftir neinu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist ekki sjá eftir því að hafa boðað til kosninga. Þetta segir hún þrátt fyrir að úrslit nýafstaðinna kosninga í Bretlandi leiddu í ljós minni stuðning við Íhaldsflokkinn. Þá sýna kannanir að 60% kjósenda séu neikvæðari í garð Theresu May eftir kosningarnar heldur en fyrir. 8. júlí 2017 16:55
Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49