Gylfi lagði upp mark í jafntefli Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. september 2017 21:00 Gylfi hefur farið rólega af stað með Everton. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp annað mark Everton í 2-2 jafntefli gegn Apollon í Evrópudeild UEFA í kvöld. Sardinero Adrian kom Everton yfir á 12. mínútu en Wayne Rooney jafnaði fyrir heimamenn á 21. mínútu og jafnt var með liðunum í hálfleik. Gylfi Þór gerði svo það sem hann gerir best, kom með einfalda sendingu sem kom Nikola Vlasic í færi og Króatinn kláraði boltann í netið á 66. mínútu. Apollon þurfti að leika manni færri síðustu mínútur leiksins, en Valentin Roberge fékk beint rautt spjald á 87. mínútu fyrir að stíga á bakið á Dominic Calvert-Lewin. Þrátt fyrir það náði Apollon að jafna leikinn með marki frá Hector Yuste á 88. mínútu. Everton er nú komið með eitt stig í E-riðli, en liðið tapaði fyrsta leik sínum í riðlinum gegn Atalanta. Evrópudeild UEFA
Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp annað mark Everton í 2-2 jafntefli gegn Apollon í Evrópudeild UEFA í kvöld. Sardinero Adrian kom Everton yfir á 12. mínútu en Wayne Rooney jafnaði fyrir heimamenn á 21. mínútu og jafnt var með liðunum í hálfleik. Gylfi Þór gerði svo það sem hann gerir best, kom með einfalda sendingu sem kom Nikola Vlasic í færi og Króatinn kláraði boltann í netið á 66. mínútu. Apollon þurfti að leika manni færri síðustu mínútur leiksins, en Valentin Roberge fékk beint rautt spjald á 87. mínútu fyrir að stíga á bakið á Dominic Calvert-Lewin. Þrátt fyrir það náði Apollon að jafna leikinn með marki frá Hector Yuste á 88. mínútu. Everton er nú komið með eitt stig í E-riðli, en liðið tapaði fyrsta leik sínum í riðlinum gegn Atalanta.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti