Ragnar er 27 ára nýliði í landsliðinu: „Tækifæri til að gera meira úr ferlinum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2018 14:30 Ragnar Jóhannsson hefur staðið sig vel á æfingum landsliðsins. vísir/rakel ósk Ragnar Jóhannsson, leikmaður Hüttenberg í þýsku 1. deildinni í handbolta, er einn af nýliðunum í íslenska landsliðshópnum sem ferðast til Noregs í dag og tekur þar þátt í Gulldeildinni, gríðarlega sterku æfingamóti þar sem strákarnir okkar mæta heimamönnum, Dönum og Frökkum. Fleiri nýliðar eru í hópnum sem eru töluvert yngri en Ragnar, en þessi 27 ára gamla skytta, sem verður 28 ára í október, hefur aldrei fengið tækifæri með landsliðinu þrátt fyrir að hafa verið að spila vel undanfarin misseri í Þýskalandi. Hann þykir hafa staðið sig vel á fyrstu æfingum með landsliðinu og fagnar því að fá tækifærið núna. Betra er jú seint en aldrei.Ragnar Jóhannsson fór frá Selfoss til FH og þaðan til Þýskalands.Vísir/VilhelmTreystir þjálfurunum „Það er rétt,“ segir Ragnar við íþróttadeild á æfingu landsliðsins og brosir breitt. „Það er bara vonandi að ég geti hjálpað til og staðið mig vel.“ Ragnar hefur ekkert verið að svekkja sig á því að vera ekki valinn í landsliðið þrátt fyrir að honum hafi gengið vel með félagsliði sínu að undanförnum. „Ég hef ekkert verið að velta þessu mikið fyrir mér. Hver þjálfari ræður hverja hann velur í liðið og ég treysti þeim alltaf fyrir þessu. Ég hef ekkert verið að bíða í mörg ár eftir þessu. Ég er bara ótrúlega stoltur að hafa verið valinn núna,“ segir hann. Hægri vængurinn hefur stundum verið ákveðið vandamál hjá íslenska liðinu á síðustu mótum og því hlýtur Selfyssingurinn að sjá fyrir sér að komast jafnvel með strákunum okkar á HM á næsta ári.Haukur Þrastarson og aðrir ungir leikmenn Selfoss-liðsins hafa verið magnaðir í vetur.vísir/stefánFylgist með sínum strákum „Ég sé það að ef ég stend mig hérna á ég möguleika á að komast lengra og gera meira úr mínum ferli þannig ég ætla að gefa allt í þetta,“ segir Ragnar. Uppeldisfélag Ragnars, Selfoss, hefur vakið gríðarlega athygli í Olís-deildinni í vetur þar sem ungir og efnilegir menn hafa blómstrað. Ragnar hefur fylgst vel með sínum strákum. „Ég er búinn að fylgjast vel með deildinni í vetur. Umgjörðin í kringum hana er orðin mjög flott og gæðin á deildinni mikil. Það er rosalega gaman að fylgjast með þessu,“ segir Ragnar. „Þetta er orðið virkilega flott heima á Selfossi þannig vonandi ná þessir strákar að halda þessi skriði í nokkur ár,“ segir Ragnar, en ætlar hann að koma heim í bráð og taka þátt í ævintýrinu? „Ég ætla allavega að klára samninginn minn úti en svo er aldrei að vita,“ segir Ragnar Jóhannsson brosandi að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Ragnar Jóhannsson, leikmaður Hüttenberg í þýsku 1. deildinni í handbolta, er einn af nýliðunum í íslenska landsliðshópnum sem ferðast til Noregs í dag og tekur þar þátt í Gulldeildinni, gríðarlega sterku æfingamóti þar sem strákarnir okkar mæta heimamönnum, Dönum og Frökkum. Fleiri nýliðar eru í hópnum sem eru töluvert yngri en Ragnar, en þessi 27 ára gamla skytta, sem verður 28 ára í október, hefur aldrei fengið tækifæri með landsliðinu þrátt fyrir að hafa verið að spila vel undanfarin misseri í Þýskalandi. Hann þykir hafa staðið sig vel á fyrstu æfingum með landsliðinu og fagnar því að fá tækifærið núna. Betra er jú seint en aldrei.Ragnar Jóhannsson fór frá Selfoss til FH og þaðan til Þýskalands.Vísir/VilhelmTreystir þjálfurunum „Það er rétt,“ segir Ragnar við íþróttadeild á æfingu landsliðsins og brosir breitt. „Það er bara vonandi að ég geti hjálpað til og staðið mig vel.“ Ragnar hefur ekkert verið að svekkja sig á því að vera ekki valinn í landsliðið þrátt fyrir að honum hafi gengið vel með félagsliði sínu að undanförnum. „Ég hef ekkert verið að velta þessu mikið fyrir mér. Hver þjálfari ræður hverja hann velur í liðið og ég treysti þeim alltaf fyrir þessu. Ég hef ekkert verið að bíða í mörg ár eftir þessu. Ég er bara ótrúlega stoltur að hafa verið valinn núna,“ segir hann. Hægri vængurinn hefur stundum verið ákveðið vandamál hjá íslenska liðinu á síðustu mótum og því hlýtur Selfyssingurinn að sjá fyrir sér að komast jafnvel með strákunum okkar á HM á næsta ári.Haukur Þrastarson og aðrir ungir leikmenn Selfoss-liðsins hafa verið magnaðir í vetur.vísir/stefánFylgist með sínum strákum „Ég sé það að ef ég stend mig hérna á ég möguleika á að komast lengra og gera meira úr mínum ferli þannig ég ætla að gefa allt í þetta,“ segir Ragnar. Uppeldisfélag Ragnars, Selfoss, hefur vakið gríðarlega athygli í Olís-deildinni í vetur þar sem ungir og efnilegir menn hafa blómstrað. Ragnar hefur fylgst vel með sínum strákum. „Ég er búinn að fylgjast vel með deildinni í vetur. Umgjörðin í kringum hana er orðin mjög flott og gæðin á deildinni mikil. Það er rosalega gaman að fylgjast með þessu,“ segir Ragnar. „Þetta er orðið virkilega flott heima á Selfossi þannig vonandi ná þessir strákar að halda þessi skriði í nokkur ár,“ segir Ragnar, en ætlar hann að koma heim í bráð og taka þátt í ævintýrinu? „Ég ætla allavega að klára samninginn minn úti en svo er aldrei að vita,“ segir Ragnar Jóhannsson brosandi að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30
Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17
Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00