Svíar búnir að tapa fleiri leikjum en Ísland á EM í ár en samt komnir í undanúrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2018 15:00 Ólafur Guðmundsson í leiknum á mói Svíum. Vísir/EPA Annað Evrópumótið í handbolta í röð mun lið undir stjórn íslensks þjálfara spila um verðlaun. Svíar, undir stjórn íslenska þjálfarans Kristjáns Andréssonar, komust í gær í undanúrslitin á EM í Króatíu. Svíar töpuðu sínum þriðja leik í keppninni á móti Noregi í gær en það kom ekki að sök. Svíar höfðu bestu innbyrðisstöðuna úr leikjum Svía, Króata og Noregs. Það er athyglisvert að bera saman árangur sænska og íslenska liðsins á þessu Evrópumóti í Króatíu. Svíar eru nefnilega komnir alla leið í undanúrslitin þrátt fyrir að vera búnir að tapa einum leik meira en íslenska landsliðið. Svo má ekki gleyma því að íslenska landsliðið vann tveggja marka sigur á Svíum í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu þar sem íslensku strákarnir náðu mest tíu marka forystu.Tack, Frankrike! Nu är vi klara för semifinal mot Danmark på fredag! pic.twitter.com/bWHyvjE45c — Handbollslandslaget (@hlandslaget) January 24, 2018 Svíar eru vissulega búnir að spila tvöfalt fleiri leiki en Ísland á mótinu (6 á móti 3) en þeir unnu aftur á móti réttu leikina. Sigurinn á Króötum í lokaleik riðlakeppninnar var á endanum leikurinn sem skilar liðinu í undanúrslitin. Það boðar kannski ekki gott fyrir Svía að mæta Dönum í undanúrslitunum því sænska liðið hefur tapað báðum leikjum sínum á móti Norðurlandaþjóðum á EM í Króatíu, fyrst 26-24 á móti Íslandi og svo 28-25 á móti Noregi.Tapleikir Svía á EM í Króatíu 2 marka tap á móti Íslandi (24-26) 6 marka tap á móti Frakklandi (17-23) 3 marka tap á móti Noregi (25-28)Tapleikir Íslands á EM í Króatíu 7 marka tap á móti Króatíu (22-29) 3 marka tap á móti Serbíu (26-29) EM 2018 í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Annað Evrópumótið í handbolta í röð mun lið undir stjórn íslensks þjálfara spila um verðlaun. Svíar, undir stjórn íslenska þjálfarans Kristjáns Andréssonar, komust í gær í undanúrslitin á EM í Króatíu. Svíar töpuðu sínum þriðja leik í keppninni á móti Noregi í gær en það kom ekki að sök. Svíar höfðu bestu innbyrðisstöðuna úr leikjum Svía, Króata og Noregs. Það er athyglisvert að bera saman árangur sænska og íslenska liðsins á þessu Evrópumóti í Króatíu. Svíar eru nefnilega komnir alla leið í undanúrslitin þrátt fyrir að vera búnir að tapa einum leik meira en íslenska landsliðið. Svo má ekki gleyma því að íslenska landsliðið vann tveggja marka sigur á Svíum í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu þar sem íslensku strákarnir náðu mest tíu marka forystu.Tack, Frankrike! Nu är vi klara för semifinal mot Danmark på fredag! pic.twitter.com/bWHyvjE45c — Handbollslandslaget (@hlandslaget) January 24, 2018 Svíar eru vissulega búnir að spila tvöfalt fleiri leiki en Ísland á mótinu (6 á móti 3) en þeir unnu aftur á móti réttu leikina. Sigurinn á Króötum í lokaleik riðlakeppninnar var á endanum leikurinn sem skilar liðinu í undanúrslitin. Það boðar kannski ekki gott fyrir Svía að mæta Dönum í undanúrslitunum því sænska liðið hefur tapað báðum leikjum sínum á móti Norðurlandaþjóðum á EM í Króatíu, fyrst 26-24 á móti Íslandi og svo 28-25 á móti Noregi.Tapleikir Svía á EM í Króatíu 2 marka tap á móti Íslandi (24-26) 6 marka tap á móti Frakklandi (17-23) 3 marka tap á móti Noregi (25-28)Tapleikir Íslands á EM í Króatíu 7 marka tap á móti Króatíu (22-29) 3 marka tap á móti Serbíu (26-29)
EM 2018 í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira