Líbanskur leikari hreinsaður af ásökunum um njósnir fyrir Ísraelsmenn Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2018 23:43 Ziad Itani var sigri hrósandi þegar honum var sleppt úr haldi. Vísir/EPA Dómari í Líbanon hefur fellt niður mál gegn líbönskum leikara sem hefur verið í haldi þar í landi í nokkra mánuði grunaður um njósnir fyrir Ísraelsmenn.Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Þar kemur fram að leikarinn, Ziad Itani, hafi verið grunaður um að safna upplýsingum um líbanska stjórnmálamenn fyrir Ísraelsmenn. Líbanon á strangt til tekið í stríði við Ísrael og liggur dauðarefsing við því í Líbanon að vinna með Ísraelsmönnum. Itani var handtekinn í nóvember síðastliðnum grunaður um að starfa með og eiga í samskiptum við Ísraelsmenn. Embættismenn á vegum líbanskra yfirvalda sögðust hafa fylgst með leikaranum í nokkra mánuði og rannsakað hans mál. Því var haldið fram að Itani hefði gengist við þessum ásökunum en síðar meir bárust fregnir um að sú játning hefði verið þvinguð fram. Yfirvöld í Líbanon hafa hins vegar neitað þeim ásökunum. Málið hefur fengið mikla umfjöllun í Líbanon og beint sjónum að hvernig þjóðaröryggismálum er háttað þar í landi.„Ég er listamaður og sonur sviðsins. Hvernig gat ég verið sakaður um svo ljótan hlut?,“ sagði Itani þegar fjölmiðlar ræddu við hann eftir að honum var sleppt úr haldi. Dómarinn í máli Itani fyrirskipaði lögreglumönnum að handtaka embættismanninn sem hafði yfirumsjón með rannsókninni á Itani. Sú sem var handtekin heitir Suzan Hobeiche en fyrr í mánuðinum hafði hún verið handtekin grunuðu um að hafa falsað sönnunargögn sem notuð voru gegn leikaranum. BBC segir ekki ljóst fyrir hvað hún var handtekin í dag. Ísrael Líbanon Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Dómari í Líbanon hefur fellt niður mál gegn líbönskum leikara sem hefur verið í haldi þar í landi í nokkra mánuði grunaður um njósnir fyrir Ísraelsmenn.Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Þar kemur fram að leikarinn, Ziad Itani, hafi verið grunaður um að safna upplýsingum um líbanska stjórnmálamenn fyrir Ísraelsmenn. Líbanon á strangt til tekið í stríði við Ísrael og liggur dauðarefsing við því í Líbanon að vinna með Ísraelsmönnum. Itani var handtekinn í nóvember síðastliðnum grunaður um að starfa með og eiga í samskiptum við Ísraelsmenn. Embættismenn á vegum líbanskra yfirvalda sögðust hafa fylgst með leikaranum í nokkra mánuði og rannsakað hans mál. Því var haldið fram að Itani hefði gengist við þessum ásökunum en síðar meir bárust fregnir um að sú játning hefði verið þvinguð fram. Yfirvöld í Líbanon hafa hins vegar neitað þeim ásökunum. Málið hefur fengið mikla umfjöllun í Líbanon og beint sjónum að hvernig þjóðaröryggismálum er háttað þar í landi.„Ég er listamaður og sonur sviðsins. Hvernig gat ég verið sakaður um svo ljótan hlut?,“ sagði Itani þegar fjölmiðlar ræddu við hann eftir að honum var sleppt úr haldi. Dómarinn í máli Itani fyrirskipaði lögreglumönnum að handtaka embættismanninn sem hafði yfirumsjón með rannsókninni á Itani. Sú sem var handtekin heitir Suzan Hobeiche en fyrr í mánuðinum hafði hún verið handtekin grunuðu um að hafa falsað sönnunargögn sem notuð voru gegn leikaranum. BBC segir ekki ljóst fyrir hvað hún var handtekin í dag.
Ísrael Líbanon Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira