Manuel Lanzini varð nefnilega fyrir því óláni að slíta krossband á æfingu með argentínska landsliðinu og missir því af HM í ár. Hann mun einnig missa af fyrri hluta næsta tímabils með West Ham United.
Argentínumenn tilkynntu þetta á opinberri Twitter-síðu landliðsins en liðið er nú á fullu að undirbúa sig fyrir leik á móti Íslandi á HM.
[PARTE MÉDICO] Manuel Lanzini sufrió, en el entrenamiento matutino de hoy, la rotura del ligamento cruzado anterior de su rodilla derecha. pic.twitter.com/lmYEVr5YaV
— Selección Argentina (@Argentina) June 8, 2018
Lanzini fer þess í stað til London þar sem hann fer í sérstaka meðhöndlun. Hann er 25 ára gamall og hefur spilað með West Ham frá árinu 2016. Þetta átti að vera hans fyrsta heimsmeistarakeppni.
Argentínumenn hafa ekki gefið það út hvaða leikmaður komi inn í HM-hópinn í stað Lanzini.
Landsliðsþjálfarinn Jorge Sampaoli gæti meðal annars kallað á Mauro Icardi hjá Internazionale sem skoraði 29 mörk í ítölsku deildinni á síðustu leiktíð.
Það þótti mörgum furðulegt þegar Lanzini var valinn í hópinn en ekki Icardi.