Axel Stefánsson hefur tilkynnt hvaða leikmenn verða í A-landsliði kvenna fyrir leikina gegn Tékklandi og Danmörku í undankeppni HM. Ísland er með eitt stig eftir fyrstu fjóra leikina.
Leikið er gegn Tékklandi 30. maí á heimavelli áður en haldið verður til Danmerkur þar sem liðið spilar við Dani í Horsens 2. júní.
Liðið mun ekki halda heim á leið eftir leikina við Dani heldur spila tvo æfingarleiki við Japan í Danmörku þann 4. og 5. júní.
„Síðasti heimaleikur okkar í undankeppni EM á móti Slóveníu var lærdómsríkur fyrir stelpurnar okkar. Liðið okkar er að mörgu leyti mjög ungt og það var frábært fyrir alla að upplifa góða stemmningu í Laugardalshöll og ná í okkar fyrstu stig gegn frábæru liði þó svo að við hefðum að sjálfsögðu kosið sigur,” segir Axel í samtali við heimasíðu HSÍ.
„Það er stígandi í leik liðsins og framundan er spennandi verkefni á heimavelli. Við ætlum að halda áfram að þróa okkar leik og trúum því að með góðum stuðningi af pöllunum getum við landað sigri gegn sterku liði Tékka."
„Ég hvet alla til að mæta í Laugardalshöll þann 30. maí og sýna stelpunum okkar stuðning í verki, það skiptir okkur gríðarlega miklu máli.”
Hópurinn í heild sinni:
Andrea Jacobsen, Fjölni
Arna Sif Pálsdóttir, Debreceni DVSC
Díana Dögg Magnúsdóttir, Valur
Ester Óskarsdóttir, ÍBV
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Haukar
Eva Björk Davíðsdóttir, Ajax Köbenhavn
Guðný Jenný Ásmundsdóttir, ÍBV
Hafdís Renötudóttir, SönderjyskE
Helena Rut Örvarsdóttir, Byåsen
Hildigunnur Einarsdóttir, Hypo
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss
Karen Knútsdóttir, Fram
Lovísa Thompson, Grótta
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram
Stefanía Theodórsdóttir, Stjarnan
Steinunn Björnsdóttir, Fram
Steinunn Hansdóttir, Horsens HH
Thea Imani Sturludóttir, Volda
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjarnan
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram

