Tekur við íslenska landsliðinu á tímamótum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2018 08:00 Guðmundur Guðmundsson og aðstoðarþjálfari hans Gunnar Magnússon. Vísir/Vílhelm Guðmundur Guðmundsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Arion banka í gær. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við HSÍ sem ákvað að framlengja ekki samning Geirs Sveinssonar sem hefur stýrt íslenska liðinu síðan 2016. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur tekur við íslenska landsliðinu. Hann þjálfaði það fyrst á árunum 2001-04 og svo aftur frá 2008 til 2012. Undir stjórn Guðmundar vann Ísland til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlauna á EM í Austurríki tveimur árum síðar. Þá lenti íslenska liðið í 4. sæti á EM 2002 í Svíþjóð, 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012, 6. sæti á HM 2011 og 7. sæti á HM 2003. Guðmundur gerði danska landsliðið að Ólympíumeisturum 2016 en hætti þjálfun þess eftir HM 2017 og tók við bareinska landsliðinu. Guðmundur stýrði Barein til silfurverðlauna á Asíuleikunum í síðasta mánuði og hart var lagt að honum að halda áfram með bareinska liðið. „Ég er nýkominn heim frá Barein og var með mjög álitlegt tilboð þaðan. Síðan hafði HSÍ samband við mig og ég ákvað að fara í viðræður. Og eftir að hafa kannað hvernig menn horfa á þetta ákvað ég að stökkva á þetta,“ sagði Guðmundur sem viðurkennir að það hefði reynst erfitt að segja nei við íslenska landsliðið. „Það er mjög erfitt og mér hefur alltaf liðið vel þegar ég hef starfað fyrir HSÍ. Ég hef notið þess að þjálfa íslenska landsliðið. Svo fæ ég til liðs við mig frábæra aðstoðarmenn,“ sagði Guðmundur. Honum til aðstoðar með íslenska liðið verða Gunnar Magnússon og Thomas Svensson. Guðmundur og Gunnar hafa unnið lengi saman og Guðmundur vann með Svensson hjá danska landsliðinu og Rhein-Neckar Löwen. Hinn sænski Svensson var á sínum tíma í hópi bestu markvarða heims og gerði Íslendingum oftar en ekki lífið leitt.Vísir/VílhelmÁrangur íslenska liðsins á síðustu stórmótum hefur ekki verið beysinn og ljóst er að verkefnið sem bíður Guðmundar er ærið. „Íslenska liðið stendur á tímamótum. Það verður krefjandi verkefni að vinna með það, ná meiri stöðugleika og vonandi betri árangri,“ sagði Guðmundur sem hefur fylgst náið með gangi íslenska liðsins eftir að hann hætti sem þjálfari þess eftir Ólympíuleikana í London 2012. Fyrsta verkefni Guðmundar með íslenska liðið er fjögurra þjóða mót í Noregi í byrjun apríl. Þar mæta Íslendingar heimamönnum, Dönum og Frökkum. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir umspil um laust sæti á HM 2019 þar sem Ísland mætir Litháen. Guðmundur hefur alltaf borið mikla virðingu fyrir andstæðingnum, sama hversu sterkur hann er, og Litháar eru engin undantekning. „Þetta er tækifæri sem við þurfum að nýta. Það er ekkert gefins í þessu. Við spiluðum við þá þegar ég var með danska landsliðið og við þurftum að hafa fyrir hlutunum. Þetta var góður dráttur fyrir íslenska liðið en það þýðir ekki að ég vanmeti þá,“ sagði Guðmundur. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Arion banka í gær. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við HSÍ sem ákvað að framlengja ekki samning Geirs Sveinssonar sem hefur stýrt íslenska liðinu síðan 2016. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur tekur við íslenska landsliðinu. Hann þjálfaði það fyrst á árunum 2001-04 og svo aftur frá 2008 til 2012. Undir stjórn Guðmundar vann Ísland til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlauna á EM í Austurríki tveimur árum síðar. Þá lenti íslenska liðið í 4. sæti á EM 2002 í Svíþjóð, 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012, 6. sæti á HM 2011 og 7. sæti á HM 2003. Guðmundur gerði danska landsliðið að Ólympíumeisturum 2016 en hætti þjálfun þess eftir HM 2017 og tók við bareinska landsliðinu. Guðmundur stýrði Barein til silfurverðlauna á Asíuleikunum í síðasta mánuði og hart var lagt að honum að halda áfram með bareinska liðið. „Ég er nýkominn heim frá Barein og var með mjög álitlegt tilboð þaðan. Síðan hafði HSÍ samband við mig og ég ákvað að fara í viðræður. Og eftir að hafa kannað hvernig menn horfa á þetta ákvað ég að stökkva á þetta,“ sagði Guðmundur sem viðurkennir að það hefði reynst erfitt að segja nei við íslenska landsliðið. „Það er mjög erfitt og mér hefur alltaf liðið vel þegar ég hef starfað fyrir HSÍ. Ég hef notið þess að þjálfa íslenska landsliðið. Svo fæ ég til liðs við mig frábæra aðstoðarmenn,“ sagði Guðmundur. Honum til aðstoðar með íslenska liðið verða Gunnar Magnússon og Thomas Svensson. Guðmundur og Gunnar hafa unnið lengi saman og Guðmundur vann með Svensson hjá danska landsliðinu og Rhein-Neckar Löwen. Hinn sænski Svensson var á sínum tíma í hópi bestu markvarða heims og gerði Íslendingum oftar en ekki lífið leitt.Vísir/VílhelmÁrangur íslenska liðsins á síðustu stórmótum hefur ekki verið beysinn og ljóst er að verkefnið sem bíður Guðmundar er ærið. „Íslenska liðið stendur á tímamótum. Það verður krefjandi verkefni að vinna með það, ná meiri stöðugleika og vonandi betri árangri,“ sagði Guðmundur sem hefur fylgst náið með gangi íslenska liðsins eftir að hann hætti sem þjálfari þess eftir Ólympíuleikana í London 2012. Fyrsta verkefni Guðmundar með íslenska liðið er fjögurra þjóða mót í Noregi í byrjun apríl. Þar mæta Íslendingar heimamönnum, Dönum og Frökkum. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir umspil um laust sæti á HM 2019 þar sem Ísland mætir Litháen. Guðmundur hefur alltaf borið mikla virðingu fyrir andstæðingnum, sama hversu sterkur hann er, og Litháar eru engin undantekning. „Þetta er tækifæri sem við þurfum að nýta. Það er ekkert gefins í þessu. Við spiluðum við þá þegar ég var með danska landsliðið og við þurftum að hafa fyrir hlutunum. Þetta var góður dráttur fyrir íslenska liðið en það þýðir ekki að ég vanmeti þá,“ sagði Guðmundur.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira