Laug um að hafa hitt Putin og segir af sér Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2018 16:56 Halbe Zijlstra sagði lygina hafa verið "stærstu mistök ferils síns“ og að Holland ætti skilið að vera með utanríkisráðherra með óflekkað mannorð. Vísir/AFP Halbe Zijlstra, utanríkisráðherra Hollands, hefur sagt af sér fyrir að hafa sagt ósatt um að hafa hitt Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hann hélt því fram árið 2016 að hann hafði persónulega heyrt Putin tala árið 2006 um að útvíkka landamæri Rússlands og mögulega hernema Hvíta-Rússland, Úkraínu, Eystrasaltslöndin og mögulega Kasakstan. Árið 2006 starfaði Zijlstra hjá Shell og ferðaðist til Rússlands með Jeroen van der Veer, þáverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Staðhæfing Zijlstra vakti athygli í gær samkvæmt Politco þegar hollenskt dagblað birti frétt um ummælin og að flokksmeðlimir hans hafi ekki trúað honum. Í samtali við blaðamann dagblaðsins Volkskrant viðurkenndi Zijlstra að hann hefði ekki verið staddur í sama herbergi og Putin heldur hefði hann heyrt frásögnina frá öðrum manni. Hann hafi sagst hafa heyrt ummæli Putin sjálfur til að verja heimildarmann sinn.Samkvæmt Reuters hefur Zijlstra nú sagt af sér þó hann segist enn treysta heimildarmanni sínum. Hins vegar hafi trúverðugleiki hans sjálfs orðið fyrir miklum skaða og hann geti ómögulega haldið áfram í starfi utanríkisráðherra.Hann sagði lygina hafa verið „stærstu mistök ferils síns“ og að Holland ætti skilið að vera með utanríkisráðherra með óflekkað mannorð. Til stóð að Zijlstra myndi ferðast til Rússlands í dag og hitta Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Þar áttu þeir að ræða örlög MH17. Flugvélarinnar sem skotin var niður yfir Úkraínu árið 2014. Holland Rússland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Halbe Zijlstra, utanríkisráðherra Hollands, hefur sagt af sér fyrir að hafa sagt ósatt um að hafa hitt Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hann hélt því fram árið 2016 að hann hafði persónulega heyrt Putin tala árið 2006 um að útvíkka landamæri Rússlands og mögulega hernema Hvíta-Rússland, Úkraínu, Eystrasaltslöndin og mögulega Kasakstan. Árið 2006 starfaði Zijlstra hjá Shell og ferðaðist til Rússlands með Jeroen van der Veer, þáverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Staðhæfing Zijlstra vakti athygli í gær samkvæmt Politco þegar hollenskt dagblað birti frétt um ummælin og að flokksmeðlimir hans hafi ekki trúað honum. Í samtali við blaðamann dagblaðsins Volkskrant viðurkenndi Zijlstra að hann hefði ekki verið staddur í sama herbergi og Putin heldur hefði hann heyrt frásögnina frá öðrum manni. Hann hafi sagst hafa heyrt ummæli Putin sjálfur til að verja heimildarmann sinn.Samkvæmt Reuters hefur Zijlstra nú sagt af sér þó hann segist enn treysta heimildarmanni sínum. Hins vegar hafi trúverðugleiki hans sjálfs orðið fyrir miklum skaða og hann geti ómögulega haldið áfram í starfi utanríkisráðherra.Hann sagði lygina hafa verið „stærstu mistök ferils síns“ og að Holland ætti skilið að vera með utanríkisráðherra með óflekkað mannorð. Til stóð að Zijlstra myndi ferðast til Rússlands í dag og hitta Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Þar áttu þeir að ræða örlög MH17. Flugvélarinnar sem skotin var niður yfir Úkraínu árið 2014.
Holland Rússland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira