Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2018 18:09 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra kynntu áætlunina. Vísir/Egill Aðalsteinsson Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. Í flokki heilbrigðismála er gert ráð fyrir að árleg framlög eigi að ná 249 milljörðum króna árið 2023. Aukningin nemur 19% frá fjárlögum þessa árs. Inni í áætluninni er gert ráð fyrir því að draga úr greiðsluþátttöku almennings og átaki til að stytta biðlista. Gert er ráð fyrir því að ráðist verði í byggingu nýs Landspítala við Hringbraut og áhersla verður lögð á geðheilbrigðismál. Áætlunin gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting ríkissjóðs yfir tímabilið nemi um 338 milljarða króna. Fjármálaáætlun næstu fimm ára var kynnt á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag klukkan 16.30. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra kynntu áætlunina.Hús íslenskunnar rís Ráðgert er að Hús íslenskunnar muni rísa og þá munu framlög á hvern nemanda á framhalds-og háskólastigi hækka og stefnt er að meðaltali OECD ríkjanna. Í áætlun er stefnt að því að auka framlög til háskólastigsins um 2,8 milljarða á tímabilinu og bókaskattur skuli afnuminn. Í fjármálaáætlun segir að fjárfest verði í nýjum þyrlum til handa Landhelgisgæslunni auk þess sem rekstur gæslunnar verði styrktur.Blaðamannafundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá upptöku af honum.Aðgerðir til að draga úr losun Framlög til umhverfismála hækka um 35% yfir tímabilið frá árinu 2017 að því er fram kemur í áætluninni. Unnið verður að stofnun miðhálendisþjóðgarðs og ráðist í uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Kolefnisgjöld munu hækka og auknum fjármunum verður veitt í sókn til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.Endurskoða skattkerfið Gert er ráð fyrir því að atvinnuleysisbætur hækki auk þess sem ráðist verði í endurskoðun á skattkerfinu með tilliti til samspils skatta og bóta. Tekjuskattur og tryggingargjald verður lækkað. Stefnt verður að því að hámarksfjárhæð í fæðingarorlofi verði hækkuð og orlofið lengt. Fjármálaáætlun útfærir markmið um tekjur og gjöld hins opinbera og er sett fram til næstu fimm ára. Fjármála-og efnahagsráðherra leggur hana í kjölfarið fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Hér er hægt að lesa fjármálaáætlunina í heild sinni. Alþingi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. Í flokki heilbrigðismála er gert ráð fyrir að árleg framlög eigi að ná 249 milljörðum króna árið 2023. Aukningin nemur 19% frá fjárlögum þessa árs. Inni í áætluninni er gert ráð fyrir því að draga úr greiðsluþátttöku almennings og átaki til að stytta biðlista. Gert er ráð fyrir því að ráðist verði í byggingu nýs Landspítala við Hringbraut og áhersla verður lögð á geðheilbrigðismál. Áætlunin gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting ríkissjóðs yfir tímabilið nemi um 338 milljarða króna. Fjármálaáætlun næstu fimm ára var kynnt á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag klukkan 16.30. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra kynntu áætlunina.Hús íslenskunnar rís Ráðgert er að Hús íslenskunnar muni rísa og þá munu framlög á hvern nemanda á framhalds-og háskólastigi hækka og stefnt er að meðaltali OECD ríkjanna. Í áætlun er stefnt að því að auka framlög til háskólastigsins um 2,8 milljarða á tímabilinu og bókaskattur skuli afnuminn. Í fjármálaáætlun segir að fjárfest verði í nýjum þyrlum til handa Landhelgisgæslunni auk þess sem rekstur gæslunnar verði styrktur.Blaðamannafundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá upptöku af honum.Aðgerðir til að draga úr losun Framlög til umhverfismála hækka um 35% yfir tímabilið frá árinu 2017 að því er fram kemur í áætluninni. Unnið verður að stofnun miðhálendisþjóðgarðs og ráðist í uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Kolefnisgjöld munu hækka og auknum fjármunum verður veitt í sókn til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.Endurskoða skattkerfið Gert er ráð fyrir því að atvinnuleysisbætur hækki auk þess sem ráðist verði í endurskoðun á skattkerfinu með tilliti til samspils skatta og bóta. Tekjuskattur og tryggingargjald verður lækkað. Stefnt verður að því að hámarksfjárhæð í fæðingarorlofi verði hækkuð og orlofið lengt. Fjármálaáætlun útfærir markmið um tekjur og gjöld hins opinbera og er sett fram til næstu fimm ára. Fjármála-og efnahagsráðherra leggur hana í kjölfarið fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Hér er hægt að lesa fjármálaáætlunina í heild sinni.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira