Fótbolti

Hannes Þór fann til með Karius: „Mesta markmannsmartröð sem ég hef séð“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þjóðverjinn Loris Karius átti erfiðan dag í vinnunni þegar hann gaf Real Madrid tvö mörk í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um síðustu helgi. Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, tengdi vel við kollega sinn hjá Liverpool.

„Já, ég gat tengt við þetta þó ég hafi ekki spilað úrslitaleik í Meistaradeildinni þá hef ég spilað nokkra stóra leiki með landsliðinu,“ sagði Hannes Þór á æfingu íslenska landsliðsins.

Þetta er versta tilfinning sem maður fær, að gera markmannsmistök og bregðast liðinu, stuðningsmönnum og öllum þarna í kring. Þannig líður manni allavega og þetta er mesta markmannsmartröð sem ég hef orðið vitni af, svo ég fann mikið til með honum.“

Hannes er við æfingar með íslenska landsliðinu sem undirbýr sig nú fyrir HM í Rússlandi. Ísland spilar tvo æfingaleiki, 2. júní gegn Noregi og 7. júní gegn Gana, á Laugardalsvelli áður en liðið heldur til Rússlands þar sem fyrsti leikur er gegn Argentínu 16. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×