Fjöldi brúa sem uppfyllir ekki reglur um burðarþol og öryggi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 15. ágúst 2018 22:00 Enn er fjöldi einbreiðra brúa á hringveginum sem uppfylla ekki reglur um burðarþol og umferðaröryggi. Vegagerðin sér um eftirlitið og eru brýrnar skoðaðar á þriggja til fimm ára fresti. Á heimasíðu Vegagerðarinnar stendur að „margar einbreiðar brýr [uppfylli] ekki reglur nútímans hvað varðar burðarþol og umferðaröryggi. Þá hafa hlýnun jarðar og veðrabrigði stuðlað að auknu rofi við brýr og tilfærslu efnis þ.a. árfarvegir hafa dýpkað verulega á mörgum stöðum. Mjög lítil endurnýjun hefur verið á brúm undanfarin ár og mörg stór verkefni bíða úrlausnar sem tengjast rofvörnum við eldri brýr, viðhaldi varnargarða og endurbótum á undirstöðum.“ Samtök iðnaðarins hafa bent á að með vexti ferðaþjónustunnar fylgi mikil aukning umferðar um vegi landsins og yfir brýr og þá sé hætta sem fylgir einbreiðum brúm. Vegagerðin hefur umsjón með 1.200 brúm á landinu og þar af eru hátt í 700 einbreiðar brýr og hátt á annað hundrað eru eldri en 60 ára. 39 þeirra eru á hringveginum.Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni.Vísir/SigurjónAukning umferðar Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, segir íslenskar brýr almennt í ágætu ástandi. Hann telur allar brýr hér öruggar. „Umferðin hefur aukist verulega á síðustu árum. Það hefur verið mikið átak á síðustu 10 til 20 ára að fækka einbreiðum brúm. Eftir því sem umferðin eykst aukast líkur á umferðaróhöppum. Fyrst og fremst ástæðan fyrir því að þær mæta ekki kröfum er að það er krafa um öruggari vegi vegna aukinnar umferðar,” segir hann. Hann segir auknar fjárveitingar hafa verið síðustu tvö ár til breikkunar brúa og líkur eru á því að þeim fækki á næstu árum. Gert sé ráð fyrir þessu í samgönguátælun sem kemur fyrir þing næsta haust.Hafa brýr hrunið á Íslandi? „Já, já þær hafa gert það. Síðustu ár hafa óþarflega margar brotnað og hrunið. Steinavötnum síðastliðið haust, eftir aftakarigningar laskaðist sú brú. Brúin yfir Eldvatn sem stóð af sér Skaftárhlaup númer tvö á dögunum. Hún er með skerta burðargetu eftir miklar skemmdir. Brú í Vatnsdal sem hrundi undan of þungum bíl, brú á Múlakvísl. Náttúruhamfarir og aftaka veðuratburðir sem valda því að brýr hrynja eða skemmast og eru ekki nothæfar,” segir hann. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Sjá meira
Enn er fjöldi einbreiðra brúa á hringveginum sem uppfylla ekki reglur um burðarþol og umferðaröryggi. Vegagerðin sér um eftirlitið og eru brýrnar skoðaðar á þriggja til fimm ára fresti. Á heimasíðu Vegagerðarinnar stendur að „margar einbreiðar brýr [uppfylli] ekki reglur nútímans hvað varðar burðarþol og umferðaröryggi. Þá hafa hlýnun jarðar og veðrabrigði stuðlað að auknu rofi við brýr og tilfærslu efnis þ.a. árfarvegir hafa dýpkað verulega á mörgum stöðum. Mjög lítil endurnýjun hefur verið á brúm undanfarin ár og mörg stór verkefni bíða úrlausnar sem tengjast rofvörnum við eldri brýr, viðhaldi varnargarða og endurbótum á undirstöðum.“ Samtök iðnaðarins hafa bent á að með vexti ferðaþjónustunnar fylgi mikil aukning umferðar um vegi landsins og yfir brýr og þá sé hætta sem fylgir einbreiðum brúm. Vegagerðin hefur umsjón með 1.200 brúm á landinu og þar af eru hátt í 700 einbreiðar brýr og hátt á annað hundrað eru eldri en 60 ára. 39 þeirra eru á hringveginum.Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni.Vísir/SigurjónAukning umferðar Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, segir íslenskar brýr almennt í ágætu ástandi. Hann telur allar brýr hér öruggar. „Umferðin hefur aukist verulega á síðustu árum. Það hefur verið mikið átak á síðustu 10 til 20 ára að fækka einbreiðum brúm. Eftir því sem umferðin eykst aukast líkur á umferðaróhöppum. Fyrst og fremst ástæðan fyrir því að þær mæta ekki kröfum er að það er krafa um öruggari vegi vegna aukinnar umferðar,” segir hann. Hann segir auknar fjárveitingar hafa verið síðustu tvö ár til breikkunar brúa og líkur eru á því að þeim fækki á næstu árum. Gert sé ráð fyrir þessu í samgönguátælun sem kemur fyrir þing næsta haust.Hafa brýr hrunið á Íslandi? „Já, já þær hafa gert það. Síðustu ár hafa óþarflega margar brotnað og hrunið. Steinavötnum síðastliðið haust, eftir aftakarigningar laskaðist sú brú. Brúin yfir Eldvatn sem stóð af sér Skaftárhlaup númer tvö á dögunum. Hún er með skerta burðargetu eftir miklar skemmdir. Brú í Vatnsdal sem hrundi undan of þungum bíl, brú á Múlakvísl. Náttúruhamfarir og aftaka veðuratburðir sem valda því að brýr hrynja eða skemmast og eru ekki nothæfar,” segir hann.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Sjá meira