Hafna því að Corbyn hafi heiðrað hryðjuverkamann Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2018 15:28 Corbyn hefur lengi glímt við ásakanir um að hann taki gyðingaandúð í flokki sínum ekki alvarlega. Vísir/EPA Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, á í vök að verjast vegna ásakana um að hann hafi tekið þátt í að votta einum af skipuleggjendum hryðjuverkanna á Ólympíuleikunum í München árið 1972 virðingu fyrir fjórum árum. Verkamannaflokkurinn segir fréttir af þátttöku Corbyn misvísandi. Eitt af bresku götublöðunum birti mynd af Corbyn með blómsveig nærri gröf Salah Khalaf, næstráðanda Frelsishreyfingar Palestínumanna (PLO), í Túnis árið 2014 um helgina. Khalaf er sagður hafa verið heilinn á bak við Svarta september, hryðjuverkahópinn sem tók ellefu meðlimi ísraelska Ólympíuhópsins í gíslingu og myrti á leikunum í München fyrir 46 árum. Einn vesturþýskur lögreglumaður var einnig drepinn í umsátrinu. Corbyn, sem hefur verið sakaður um að láta gyðingaandúð í Verkamannaflokkunum óáreitta, sagðist upphaflega hafa verið á staðnum en hann hafi ekki tekið þátt í að leggja blómsveig að leiði Khalaf. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði að fordæma bæri gjörðir Corbyn.Segist hafa minnst fórnarlamba loftárásar Ísraelsmanna Nú segir Verkamannaflokkurinn að fréttir af heimsókn Corbyn í Túnis hafi verið „falskar og misvísandi“. Corbyn hafi aðeins verið staddur í grafreitnum vegna árlegra minningarathafnar um fórnarlömb loftárásar Ísraelsmanna á höfuðstöðvar PLO í október árið 1985. „Enginn þeirra sem stóð að fjöldamorðinu í München eru grafnir í palestínska grafreitnum í Túnis og það var engin minningarathöfn fyrir þá,“ segir talsmaður flokksins. Corbyn hafi verið staddur í Túnis vegna ráðstefnu um málefni Palestínu. Fulltrúi frá Íhaldsflokknum og Frjálslyndum demókrötum hafi einnig tekið þátt í henni ásamt öðrum evrópskum þingmönnum, að því er segir í frétt The Guardian. Uppákoman nú hefur kynt aftur undir gagnrýni á Corbyn fyrir meinta linkind hans í garð gyðingahatara í flokknum. Þrjú stærstu dagblöð gyðinga á Bretlandi birtu leiðara í síðasta mánuði þar sem þau vöruðu við því að samfélagi þeirra stafaði hætta af því ef Corbyn yrði forsætisráðherra. Verkamannaflokkurinn í Ísrael sleit tengsl við flokk Corbyn í apríl. Bar formaður hans því við að Corbyn hefði umborið gyðingaandúð á meðal flokksmanna sinna og hatast út í stefnu ísraelskra stjórnvalda. Bretland Ísrael Palestína Túnis Tengdar fréttir Forsíður og leiðarar gegn Jeremy Corbyn og Verkamannaflokknum Þrjú stærstu dagblöð breska gyðingasamfélagsins prentuðu í gær samræmda forsíðu. 27. júlí 2018 06:00 Slíta tengslin við Corbyn vegna gyðingaandúðar Verkamannaflokkurinn í Ísrael vill ekkert hafa með Jeremy Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins, að gera lengur. 10. apríl 2018 15:52 Breskir gyðingar ósáttir við Jeremy Corbyn Gyðingar á Bretlandi mótmæltu í gær Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins, og sökuðu hann um að taka ekki á gyðingahatri innan flokksins. 27. mars 2018 06:00 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, á í vök að verjast vegna ásakana um að hann hafi tekið þátt í að votta einum af skipuleggjendum hryðjuverkanna á Ólympíuleikunum í München árið 1972 virðingu fyrir fjórum árum. Verkamannaflokkurinn segir fréttir af þátttöku Corbyn misvísandi. Eitt af bresku götublöðunum birti mynd af Corbyn með blómsveig nærri gröf Salah Khalaf, næstráðanda Frelsishreyfingar Palestínumanna (PLO), í Túnis árið 2014 um helgina. Khalaf er sagður hafa verið heilinn á bak við Svarta september, hryðjuverkahópinn sem tók ellefu meðlimi ísraelska Ólympíuhópsins í gíslingu og myrti á leikunum í München fyrir 46 árum. Einn vesturþýskur lögreglumaður var einnig drepinn í umsátrinu. Corbyn, sem hefur verið sakaður um að láta gyðingaandúð í Verkamannaflokkunum óáreitta, sagðist upphaflega hafa verið á staðnum en hann hafi ekki tekið þátt í að leggja blómsveig að leiði Khalaf. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði að fordæma bæri gjörðir Corbyn.Segist hafa minnst fórnarlamba loftárásar Ísraelsmanna Nú segir Verkamannaflokkurinn að fréttir af heimsókn Corbyn í Túnis hafi verið „falskar og misvísandi“. Corbyn hafi aðeins verið staddur í grafreitnum vegna árlegra minningarathafnar um fórnarlömb loftárásar Ísraelsmanna á höfuðstöðvar PLO í október árið 1985. „Enginn þeirra sem stóð að fjöldamorðinu í München eru grafnir í palestínska grafreitnum í Túnis og það var engin minningarathöfn fyrir þá,“ segir talsmaður flokksins. Corbyn hafi verið staddur í Túnis vegna ráðstefnu um málefni Palestínu. Fulltrúi frá Íhaldsflokknum og Frjálslyndum demókrötum hafi einnig tekið þátt í henni ásamt öðrum evrópskum þingmönnum, að því er segir í frétt The Guardian. Uppákoman nú hefur kynt aftur undir gagnrýni á Corbyn fyrir meinta linkind hans í garð gyðingahatara í flokknum. Þrjú stærstu dagblöð gyðinga á Bretlandi birtu leiðara í síðasta mánuði þar sem þau vöruðu við því að samfélagi þeirra stafaði hætta af því ef Corbyn yrði forsætisráðherra. Verkamannaflokkurinn í Ísrael sleit tengsl við flokk Corbyn í apríl. Bar formaður hans því við að Corbyn hefði umborið gyðingaandúð á meðal flokksmanna sinna og hatast út í stefnu ísraelskra stjórnvalda.
Bretland Ísrael Palestína Túnis Tengdar fréttir Forsíður og leiðarar gegn Jeremy Corbyn og Verkamannaflokknum Þrjú stærstu dagblöð breska gyðingasamfélagsins prentuðu í gær samræmda forsíðu. 27. júlí 2018 06:00 Slíta tengslin við Corbyn vegna gyðingaandúðar Verkamannaflokkurinn í Ísrael vill ekkert hafa með Jeremy Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins, að gera lengur. 10. apríl 2018 15:52 Breskir gyðingar ósáttir við Jeremy Corbyn Gyðingar á Bretlandi mótmæltu í gær Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins, og sökuðu hann um að taka ekki á gyðingahatri innan flokksins. 27. mars 2018 06:00 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Forsíður og leiðarar gegn Jeremy Corbyn og Verkamannaflokknum Þrjú stærstu dagblöð breska gyðingasamfélagsins prentuðu í gær samræmda forsíðu. 27. júlí 2018 06:00
Slíta tengslin við Corbyn vegna gyðingaandúðar Verkamannaflokkurinn í Ísrael vill ekkert hafa með Jeremy Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins, að gera lengur. 10. apríl 2018 15:52
Breskir gyðingar ósáttir við Jeremy Corbyn Gyðingar á Bretlandi mótmæltu í gær Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins, og sökuðu hann um að taka ekki á gyðingahatri innan flokksins. 27. mars 2018 06:00