Matvælastofnun biður alla þá sem verða varir við sölu á vörum sem innihalda eiturefnið DNP (2,4-dínítrófenól) að senda stofnuninni eða heilbrigðiseftirlitinu ábendingu. Maður á Bretlandi var nýlega dæmdur fyrir manndráp af gáleysi fyrir að selja megrunartöflur sem innihéldu efnið.
Matvælastofnun hefur ítrekað varað við neyslu á efninu, m.a. árið 2013 og 2015. Efnið er mjög eitrað og ætti aldrei að neyta þess vegna þeirra alvarlegu aukaverkana sem því fylgja, að því er fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni.
Efnið hefur einkum verið notað í megrunar- og fæðubótarefnum og er sala á slíkum neysluvörum ólögleg hér á landi samkvæmt matvælalögum.
Árið 2015 lést 21 árs háskólanemi eftir að hafa tekið inn átta megrunartöflur sem innihéldu efnið. Maðurinn, sem seldi háskólanemanum efnið á netinu, hlaut nýlega dóm fyrir manndráp af gáleysi og fyrir að selja hættulegt efni til manneldis. Rannsókn bresku matælastofnunarinnar FSA kom upp um manninn.
Vilja vita af allri sölu á banvænu megrunarefni

Tengdar fréttir

Varar við fæðubótarefni Arnolds Schwarzenegger
Fæðubótarefnið Arnold Iron Dream inniheldur dínítrófenól.

Lést eftir að hafa keypt megrunartöflur á netinu
Talið er að töflurnar hafi innihaldið baneitrað iðnaðarefni.

Efni notað í megrunartilgangi valdið 13 dauðsföllum í Bretlandi
Matvælastofnun varar við notkun á efninu DNP sem dregið hefur að minnsta kosti 13 manns í Bretlandi til dauða. Þrátt fyrir að bannað sé að selja efnið til manneldis er enn verið að selja og nota það í fæðubótarefni í megrunartilgangi.