Nýliðar KA/Þórs sóttu sinn annan sigur í Olísdeild kvenna á Selfoss í kvöld. Selfyssingar hafa enn ekki unnið leik í deildnni.
Leikur Selfoss og KA/Þórs var sá síðasti í fjórðu umferð deildarinnar. Hann fór rólega af stað en gestirnir frá Akureyri náðu fimm stiga forskoti þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður. Í hálfleik var staðan 9-13 fyrir KA/Þór.
Akureyringarnir skoruðu þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleik og var staðan því orðin 9-16. Þá tóku Selfyssingar við sér en heimakonur náðu ekki að vinna upp þessa miklu forystu.
Þegar upp var staðið vann KA/Þór nokkuð öruggan 18-23 sigur.
Í liði heimakvenna var Sarah Sörensen markahæst með sex mörk, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir kom næst með fjögur. Martha Hermannsdóttir fór mikinn í liði KA/Þórs og skoraði 8 mörk. Katrín Vilhjálmsdóttir og Hulda Bryndís Tryggvadóttir gerðu 4 mörk hvor.
Nýliðarnir sóttu sigur á Selfoss
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn


Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn


Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

