Eldsupptök talin vera af mannavöldum Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2018 14:06 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi og fulltrúar frá Mannvirkjastofnun fóru inn í húsið á ellefta tímanum. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir karli og konu sem handtekin voru í tengslum við eldsvoða við Kirkjuveg á Selfossi í gær. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Rökstuddur grunur er um að eldsupptök hafi verið af mannavöldum, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu sem send var út klukkan 14:08. Húsráðandi og kona, sem var gestkomandi í húsinu, voru handtekin á vettvangi eldsvoðans í gær. Þau hafa áður komið við sögu lögreglu. Yfirheyrslur hófust yfir þeim fyrir hádegi í dag en ekki var unnt að ræða við þau í gær sökum ástands. Búið er að taka skýrslu af öðrum einstaklingnum en skýrslutökur yfir hinum stóðu enn yfir á þriðja tímanum. Lögreglu er heimilt að halda fólki í sólarhring án þess að til þurfi úrskurð dómara. Því var ljóst að lögregla þyrfti að taka ákvörðun um það í dag hvort krafist yrði gæsluvarðhalds yfir fólkinu, sem verður leitt fyrir dómara síðdegis. Tilkynnt var um eldsvoðann í einbýlishúsinu við Kirkjuveg á Selfossi skömmu fyrir klukkan fjögur í gær. Tvö létust í eldsvoðanum, karl og kona á fimmtugs- og sextugsaldri sem voru gestkomandi í húsinu.Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins klukkan 14:08:Búið er að flytja líkamsleifar þeirra er létust í bruna á Kirkjuvegi í gær af vettvangi og bíða krufningar. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur að vettvangsrannsókn ásamt sérfræðingum Mannvirkjastofnunar.Búið er að taka skýrslu af öðrum þeirra sem er í haldi lögreglu vegna brunans og skýrslutökur yfir hinum aðilanum standa yfir. Gera má ráð fyrir að báðir aðilarnir verði leiddir fyrir dómara síðar í dag og gæsluvarðhalds krafist yfir þeim í þágu rannsóknar málsins. Rökstuddur grunur er um að eldsupptök séu af mannavöldum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30 Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. 1. nóvember 2018 12:54 Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir karli og konu sem handtekin voru í tengslum við eldsvoða við Kirkjuveg á Selfossi í gær. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Rökstuddur grunur er um að eldsupptök hafi verið af mannavöldum, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu sem send var út klukkan 14:08. Húsráðandi og kona, sem var gestkomandi í húsinu, voru handtekin á vettvangi eldsvoðans í gær. Þau hafa áður komið við sögu lögreglu. Yfirheyrslur hófust yfir þeim fyrir hádegi í dag en ekki var unnt að ræða við þau í gær sökum ástands. Búið er að taka skýrslu af öðrum einstaklingnum en skýrslutökur yfir hinum stóðu enn yfir á þriðja tímanum. Lögreglu er heimilt að halda fólki í sólarhring án þess að til þurfi úrskurð dómara. Því var ljóst að lögregla þyrfti að taka ákvörðun um það í dag hvort krafist yrði gæsluvarðhalds yfir fólkinu, sem verður leitt fyrir dómara síðdegis. Tilkynnt var um eldsvoðann í einbýlishúsinu við Kirkjuveg á Selfossi skömmu fyrir klukkan fjögur í gær. Tvö létust í eldsvoðanum, karl og kona á fimmtugs- og sextugsaldri sem voru gestkomandi í húsinu.Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins klukkan 14:08:Búið er að flytja líkamsleifar þeirra er létust í bruna á Kirkjuvegi í gær af vettvangi og bíða krufningar. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur að vettvangsrannsókn ásamt sérfræðingum Mannvirkjastofnunar.Búið er að taka skýrslu af öðrum þeirra sem er í haldi lögreglu vegna brunans og skýrslutökur yfir hinum aðilanum standa yfir. Gera má ráð fyrir að báðir aðilarnir verði leiddir fyrir dómara síðar í dag og gæsluvarðhalds krafist yfir þeim í þágu rannsóknar málsins. Rökstuddur grunur er um að eldsupptök séu af mannavöldum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30 Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. 1. nóvember 2018 12:54 Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30
Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. 1. nóvember 2018 12:54
Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49