Erdogan hyggur á frekari árásir á Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2018 10:14 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AP/Forsetaembætti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að sveitir sínar muni ráðast gegn sýrlenskum Kúrdum (YPG) á næstu dögum. Vísbendingar eru um að Tyrkir hafi verið að færa hergögn og menn að landamærum sýrlenskra Kúrda sem starfa undir regnhlífarsamtökum Syrian Democratic Forces og með stuðningi Bandaríkjanna. Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og systursamtök Verkamannaflokks Kúrda (PKK) sem háða hafa áratuga langa frelsisbaráttu í Tyrklandi. Bandaríkin og Tyrkland eru bandamenn í NATO og stuðningur Bandaríkjanna við SDF gegn Íslamska ríkinu hefur lengi verið horn í síðu yfirvalda í Ankara. Þá óttast Tyrkir að velgengni sýrlenskra Kúrda og hugsanlegt sjálfstæði þeirra myndi leiða til aukinna átaka innan Tyrklands. Erdogan sagði í sjónvarpsávarpi í gær að árásir á Kúrda væru yfirvofandi og að Tyrkir myndu gera árásir austur fyrir Efrat á næstu dögum. Hann tók fram að ekki stæði til að gera árásir á bandaríska hermenn sem eru á yfirráðasvæði SDF. Ef af verður yrði um þriðju innrás Tyrkja í Sýrland að ræða. Fyrst gerðu þeir innrás í norðurhluta landsins, vestur af Efrat, til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu að tengja yfirráðasvæði sitt við Afrin-hérað. Seinna meir gerðu þeir einnig innrás í Afrin og ráku Kúrda þaðan og fluttu uppreisnarmenn og vígamenn sem þeir hafa stutt inn í héraðið. YPG stundar þó skæðan skæruhernað í héraðinu þeir hópar sem Tyrkir styðja á svæðinu hafa einnig deilt sín á milli. Sérstakt deiluatriði er borgin Manbij, sem Tyrkir vilja að Kúrdar yfirgefi. Hún er á vestan megin við Efrat. Bandarískir hermenn hafa þó komið fyrir eftirlitsstöðvum við landamæri Tyrkja og Kúrda og hafa einnig komið hermönnum fyrir í Manbij. Guardian segir um tvö þúsund bandaríska hermenn vera í og við Manbij. Þá eru Bandaríkin með herstöð austur af borginni. Bandarískum herþyrlum er einnig flogið um svæðið og undanfarna daga hefur komið til smávægilegra bardaga á milli bandamanna SDF, sem stjórna Manbij, og uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja. Í ávarpi sínu í gær kvartaði Erogan yfir óheiðarleika Bandaríkjanna og sagði að Tyrkjum hefði verið lofað að Kúrdar færu frá Manbij. Það hefði ekki gerst og því myndu Tyrkir færa þá. Talsmaður hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna sagði Guardian að einhliða hernaðaraðgerðir Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands, þar sem bandarískir hermenn eru staðsettir, væru óásættanlegar. Erdogan hefur lengi hótað því að senda hermenn gegn sýrlenskum Kúrdum í norðausturhluta Sýrlands. Bandaríkin Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. 29. mars 2018 21:15 Reyna að stilla til friðar á milli Tyrkja og sýrlenskra Kúrda Her Bandaríkjanna ætlar að byggja eftirlitsstöðvar á landamærum Sýrlands og Tyrklands til að draga úr spennu á milli sýrlenskra Kúrda og Tyrkja. 21. nóvember 2018 23:41 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að sveitir sínar muni ráðast gegn sýrlenskum Kúrdum (YPG) á næstu dögum. Vísbendingar eru um að Tyrkir hafi verið að færa hergögn og menn að landamærum sýrlenskra Kúrda sem starfa undir regnhlífarsamtökum Syrian Democratic Forces og með stuðningi Bandaríkjanna. Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og systursamtök Verkamannaflokks Kúrda (PKK) sem háða hafa áratuga langa frelsisbaráttu í Tyrklandi. Bandaríkin og Tyrkland eru bandamenn í NATO og stuðningur Bandaríkjanna við SDF gegn Íslamska ríkinu hefur lengi verið horn í síðu yfirvalda í Ankara. Þá óttast Tyrkir að velgengni sýrlenskra Kúrda og hugsanlegt sjálfstæði þeirra myndi leiða til aukinna átaka innan Tyrklands. Erdogan sagði í sjónvarpsávarpi í gær að árásir á Kúrda væru yfirvofandi og að Tyrkir myndu gera árásir austur fyrir Efrat á næstu dögum. Hann tók fram að ekki stæði til að gera árásir á bandaríska hermenn sem eru á yfirráðasvæði SDF. Ef af verður yrði um þriðju innrás Tyrkja í Sýrland að ræða. Fyrst gerðu þeir innrás í norðurhluta landsins, vestur af Efrat, til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu að tengja yfirráðasvæði sitt við Afrin-hérað. Seinna meir gerðu þeir einnig innrás í Afrin og ráku Kúrda þaðan og fluttu uppreisnarmenn og vígamenn sem þeir hafa stutt inn í héraðið. YPG stundar þó skæðan skæruhernað í héraðinu þeir hópar sem Tyrkir styðja á svæðinu hafa einnig deilt sín á milli. Sérstakt deiluatriði er borgin Manbij, sem Tyrkir vilja að Kúrdar yfirgefi. Hún er á vestan megin við Efrat. Bandarískir hermenn hafa þó komið fyrir eftirlitsstöðvum við landamæri Tyrkja og Kúrda og hafa einnig komið hermönnum fyrir í Manbij. Guardian segir um tvö þúsund bandaríska hermenn vera í og við Manbij. Þá eru Bandaríkin með herstöð austur af borginni. Bandarískum herþyrlum er einnig flogið um svæðið og undanfarna daga hefur komið til smávægilegra bardaga á milli bandamanna SDF, sem stjórna Manbij, og uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja. Í ávarpi sínu í gær kvartaði Erogan yfir óheiðarleika Bandaríkjanna og sagði að Tyrkjum hefði verið lofað að Kúrdar færu frá Manbij. Það hefði ekki gerst og því myndu Tyrkir færa þá. Talsmaður hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna sagði Guardian að einhliða hernaðaraðgerðir Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands, þar sem bandarískir hermenn eru staðsettir, væru óásættanlegar. Erdogan hefur lengi hótað því að senda hermenn gegn sýrlenskum Kúrdum í norðausturhluta Sýrlands.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. 29. mars 2018 21:15 Reyna að stilla til friðar á milli Tyrkja og sýrlenskra Kúrda Her Bandaríkjanna ætlar að byggja eftirlitsstöðvar á landamærum Sýrlands og Tyrklands til að draga úr spennu á milli sýrlenskra Kúrda og Tyrkja. 21. nóvember 2018 23:41 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. 29. mars 2018 21:15
Reyna að stilla til friðar á milli Tyrkja og sýrlenskra Kúrda Her Bandaríkjanna ætlar að byggja eftirlitsstöðvar á landamærum Sýrlands og Tyrklands til að draga úr spennu á milli sýrlenskra Kúrda og Tyrkja. 21. nóvember 2018 23:41