„Putin mun nota HM í sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2018 08:30 Gianni Infantino, forseti FIFA og Vladimir Putin, forseti Rússlands. Vísir/Getty Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær og það má búast við því að deilur Breta og Rússa magnist upp enn frekar eftir þessa yfirlýsingu hjá háttsettum ráðamanni í Bretlandi. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi er framundan en þar mun íslenska fótboltalandsliðið taka þátt í fyrsta sinn. Það verður þó engin lognmolla í kringum þetta heimsmeistaramóti á pólítíska sviðinu og ráðamenn þjóða þegar farnir að lýsa því yfir að þeir ætli ekki að mæta til Rússlands í sumar. Boris Johnson, áðurnefndur utanríkisráðherra Breta, hefur verið óhræddur að ráðast á Rússa í orði eftir að í ljós kom að eitrað hafði verið fyrir Sergei Skripal á enskri grundu. Skripal er maður sem hafði njósnað hjá Rússum á árum áður og hafði um tíma setið í fangelsi fyrir það í Rússlandi.Boris Johnson says President Putin will use the 2018 World Cup as a 'PR exercise', similar to how Hitler used the 1936 Olympics https://t.co/GvY2ra7xKVpic.twitter.com/iXf7OzML8h — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2018 Adolf Hitler notaði Ólympíuleikanna í Berlín 1936 sem áróðurstæki en þýski einræðisherran hóf í kjölfarið að yfirtaka löndin í kringum Þýskaland sem endaði með að seinni heimsstyrjöldin hófst þremur árum seinna. Hitler bar ábyrgð á dauða milljóna manna og er eitt mesta illmenni sögunnar. Boris Johnson tók þarna undir orð þingmannsins Ian Austin og sagði það vera fullkomlega rétt hjá honum að segja það að Putin muni nota HM í Rússlandi sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936. BBC segir frá. Johnson telur líka þörf á því að hefja viðræður strax við Rússa um öryggi breskra stuðningsmanna á HM í Rússlandi í sumar. Talsmaður rússneska sendiráðsins svaraði orðum breska utanríkisráðherrans með því að segja að hann hugsaði ekki skýrt fyrir hatri.UK Foreign Secretary Boris Johnson compares World Cup in Russia to Hitler’s Olympics pic.twitter.com/QdlPyMZhOH — Ruptly (@Ruptly) March 21, 2018 „Aðeins“ 24 þúsund Englendingar sóttu um miða á leiki á HM í Rússlandi sem er lítil tala miðað við það að 94 þúsund vildu fá miða á HM í Brasilíu 2014. „Þetta eru mun færri en áður en það breytir ekki því að við höfum miklar áhyggjur af því hvernig tekið verður á móti okkar fólki,“ sagði Boris Johnson. Bretar brugðust mjög hart við því þegar eitrað var fyrir rússneska njósnararnum Sergei Skripal og dóttir hans með taugaeitri í Bretlandi. Bretar sökuðu Rússa um að standa fyrir árásinni og vísuðu 23 rússneskum erindrekum úr landi. Rússar svöruðu síðan í sömu mynt eða með því að vísa breskum erindrekum úr landi. Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var leystur úr haldi árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Rússnesk yfirvöld hafa þvertekið fyrir að eiga nokkra hlutdeild í tilræðinu en Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, hefur áður ýjað að því að England muni mögulega draga sig úr HM í fótbolta. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær og það má búast við því að deilur Breta og Rússa magnist upp enn frekar eftir þessa yfirlýsingu hjá háttsettum ráðamanni í Bretlandi. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi er framundan en þar mun íslenska fótboltalandsliðið taka þátt í fyrsta sinn. Það verður þó engin lognmolla í kringum þetta heimsmeistaramóti á pólítíska sviðinu og ráðamenn þjóða þegar farnir að lýsa því yfir að þeir ætli ekki að mæta til Rússlands í sumar. Boris Johnson, áðurnefndur utanríkisráðherra Breta, hefur verið óhræddur að ráðast á Rússa í orði eftir að í ljós kom að eitrað hafði verið fyrir Sergei Skripal á enskri grundu. Skripal er maður sem hafði njósnað hjá Rússum á árum áður og hafði um tíma setið í fangelsi fyrir það í Rússlandi.Boris Johnson says President Putin will use the 2018 World Cup as a 'PR exercise', similar to how Hitler used the 1936 Olympics https://t.co/GvY2ra7xKVpic.twitter.com/iXf7OzML8h — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2018 Adolf Hitler notaði Ólympíuleikanna í Berlín 1936 sem áróðurstæki en þýski einræðisherran hóf í kjölfarið að yfirtaka löndin í kringum Þýskaland sem endaði með að seinni heimsstyrjöldin hófst þremur árum seinna. Hitler bar ábyrgð á dauða milljóna manna og er eitt mesta illmenni sögunnar. Boris Johnson tók þarna undir orð þingmannsins Ian Austin og sagði það vera fullkomlega rétt hjá honum að segja það að Putin muni nota HM í Rússlandi sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936. BBC segir frá. Johnson telur líka þörf á því að hefja viðræður strax við Rússa um öryggi breskra stuðningsmanna á HM í Rússlandi í sumar. Talsmaður rússneska sendiráðsins svaraði orðum breska utanríkisráðherrans með því að segja að hann hugsaði ekki skýrt fyrir hatri.UK Foreign Secretary Boris Johnson compares World Cup in Russia to Hitler’s Olympics pic.twitter.com/QdlPyMZhOH — Ruptly (@Ruptly) March 21, 2018 „Aðeins“ 24 þúsund Englendingar sóttu um miða á leiki á HM í Rússlandi sem er lítil tala miðað við það að 94 þúsund vildu fá miða á HM í Brasilíu 2014. „Þetta eru mun færri en áður en það breytir ekki því að við höfum miklar áhyggjur af því hvernig tekið verður á móti okkar fólki,“ sagði Boris Johnson. Bretar brugðust mjög hart við því þegar eitrað var fyrir rússneska njósnararnum Sergei Skripal og dóttir hans með taugaeitri í Bretlandi. Bretar sökuðu Rússa um að standa fyrir árásinni og vísuðu 23 rússneskum erindrekum úr landi. Rússar svöruðu síðan í sömu mynt eða með því að vísa breskum erindrekum úr landi. Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var leystur úr haldi árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Rússnesk yfirvöld hafa þvertekið fyrir að eiga nokkra hlutdeild í tilræðinu en Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, hefur áður ýjað að því að England muni mögulega draga sig úr HM í fótbolta.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti