Lentu á króatískum varnarvegg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2018 06:00 Ómar Ingi Magnússon var í byrjunarliðinu í gær og skoraði þrjú mörk. vísir/ernir Eins og svo oft áður reyndist Króatía of stór hindrun fyrir strákana okkar á stórmóti. Króatar unnu leik liðanna í gær, 22-29, og eru með fullt hús stiga í A-riðli og komnir áfram í milliriðil. Íslendingar eru aftur á móti með tvö stig og mega ekki tapa fyrir Serbum í lokaleik sínum í riðlakeppninni á morgun. Með sigri á Serbíu fer Ísland með tvö stig inn í milliriðil. Serbar hafa tapað báðum leikjum sínum á EM og engin leið að segja í hvaða hugarástandi þeir mæta til leiks á morgun. Íslenska liðið spilaði frábæran fyrri hálfleik en í þeim seinni sýndu Króatar mátt sinn og megin og keyrðu yfir Íslendinga. Domagoj Duvnjak lék ekki með Króatíu í gær en það breytti engu. Fyrri hálfleikurinn var einkar vel spilaður af Íslands hálfu. Aron Pálmarsson byrjaði leikinn af miklum krafti og hann kom Íslandi yfir, 7-8, á 17. mínútu. Króatía svaraði með 5-1 kafla en Íslendingar neituðu að gefa sig og minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hlé, 13-14. Skotnýting Íslands í fyrri hálfleik var frábær, 87%, en töpuðu boltarnir voru alltof margir, eða átta. Þá var varnarleikurinn ekki nógu sterkur en Íslendingar áttu í miklum vandræðum með leikstjórnanda Króata, Luka Cindric, sem skoraði sjö mörk og gaf fimm stoðsendingar í leiknum. Janus Daði Smárason jafnaði metin í 14-14 í upphafi seinni hálfleiks en Króatar skoraði næstu fimm mörk og náðu heljartaki á Íslendingum sem þeir slepptu ekki. Sóknarleikur íslenska liðsins var afar óskilvirkur og vörnin ekki nógu þétt. Til að bæta gráu ofan á svart byrjaði Ivan Stevanovic að verja eins og óður maður í króatíska markinu. Íslenska liðið sá aldrei til sólar í seinni hálfleik. Töpuðu boltunum fækkaði reyndar en skotnýting versnaði. Íslendingar klesstu einfaldlega á króatískan varnarvegg. Þá var varnarleikur íslenska liðsins aldrei nógu sterkur í leiknum og markvarslan í seinni hálfleik var engin. Íslendingar hafa sýnt á sér ýmsar hliðar á þessu móti. Góðu kaflarnir hafa verið frábærir en slæmu kaflarnir hafa verið full langir og full margir. Framundan er úrslitaleikur gegn Serbíu og Ísland er með örlögin í eigin höndum. Sigur og Íslendingar fara með tvö stig í milliriðli. Það væri frábær niðurstaða. EM 2018 í handbolta Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Eins og svo oft áður reyndist Króatía of stór hindrun fyrir strákana okkar á stórmóti. Króatar unnu leik liðanna í gær, 22-29, og eru með fullt hús stiga í A-riðli og komnir áfram í milliriðil. Íslendingar eru aftur á móti með tvö stig og mega ekki tapa fyrir Serbum í lokaleik sínum í riðlakeppninni á morgun. Með sigri á Serbíu fer Ísland með tvö stig inn í milliriðil. Serbar hafa tapað báðum leikjum sínum á EM og engin leið að segja í hvaða hugarástandi þeir mæta til leiks á morgun. Íslenska liðið spilaði frábæran fyrri hálfleik en í þeim seinni sýndu Króatar mátt sinn og megin og keyrðu yfir Íslendinga. Domagoj Duvnjak lék ekki með Króatíu í gær en það breytti engu. Fyrri hálfleikurinn var einkar vel spilaður af Íslands hálfu. Aron Pálmarsson byrjaði leikinn af miklum krafti og hann kom Íslandi yfir, 7-8, á 17. mínútu. Króatía svaraði með 5-1 kafla en Íslendingar neituðu að gefa sig og minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hlé, 13-14. Skotnýting Íslands í fyrri hálfleik var frábær, 87%, en töpuðu boltarnir voru alltof margir, eða átta. Þá var varnarleikurinn ekki nógu sterkur en Íslendingar áttu í miklum vandræðum með leikstjórnanda Króata, Luka Cindric, sem skoraði sjö mörk og gaf fimm stoðsendingar í leiknum. Janus Daði Smárason jafnaði metin í 14-14 í upphafi seinni hálfleiks en Króatar skoraði næstu fimm mörk og náðu heljartaki á Íslendingum sem þeir slepptu ekki. Sóknarleikur íslenska liðsins var afar óskilvirkur og vörnin ekki nógu þétt. Til að bæta gráu ofan á svart byrjaði Ivan Stevanovic að verja eins og óður maður í króatíska markinu. Íslenska liðið sá aldrei til sólar í seinni hálfleik. Töpuðu boltunum fækkaði reyndar en skotnýting versnaði. Íslendingar klesstu einfaldlega á króatískan varnarvegg. Þá var varnarleikur íslenska liðsins aldrei nógu sterkur í leiknum og markvarslan í seinni hálfleik var engin. Íslendingar hafa sýnt á sér ýmsar hliðar á þessu móti. Góðu kaflarnir hafa verið frábærir en slæmu kaflarnir hafa verið full langir og full margir. Framundan er úrslitaleikur gegn Serbíu og Ísland er með örlögin í eigin höndum. Sigur og Íslendingar fara með tvö stig í milliriðli. Það væri frábær niðurstaða.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira