Björgvin Karl: Við höfum fengið litla athygli á Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. desember 2018 19:30 Björgvin Karl Guðmundsson. Vísir/Einar Stórt alþjóðlegt mót í Crossfit verður haldið í Reykjavík í maí næstkomandi, þar sem í boði verður farseðill á heimsleikana sem fara fram í ágúst. Breytt fyrirkomulag á keppnistímabilinu í Crossfit tekur í fyrsta sinn gildi fyrir heimsleikana á næsta ári. Í stað undankeppna í heimsálfum verða sextán mót haldin víðsvegar um heim þar sem sigurvegari hvers móts fær keppnisrétt á heimsleikunum. Opna mótið verður þó áfram haldið eins og síðustu ár, þar sem 20 efstu komast inn á heimsleikana, sem og allir landsmeistarar í heiminum. Mótshaldarar líta þó einnig til þess að mótið verði kjörið tækifæri til að efla íþróttina hér á landi og kynna enn betur stærstu stjörnurnar. Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar tvívegis orðið heimsmeistarar í greininni og þá hafa Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson verið í fremstu röð um árabil. Björgvin Karl segir löngu tímabært að Íslandi fái stórt alþjóðlegt mót. „Miðað við fólkið sem við eigum þá finnst mér að við höfum fengið litla athygli hér á landi. Það er því frábært að við skulum fá mót samkvæmt þessu nýja fyrirkomulagi, með fullt af áhorfendum og erlendum keppendum,“ segir Björgvin Karl og bætir við: „Það þarf ekki endilega að nefna það hverjar stelpurnar eru hér á Íslandi en það þarf ennþá að útskýra hver ég er og hvað ég hef gert. Það þekkja mig ekki allir hérna en í Crossfit-heiminum er nafnið mitt mjög þekkt.“ Óvíst er hvort að íslensku stjörnurnar keppi á mótinu í maí en það mun ráðast af því hvenær og hvort það tryggir sinn farseðil á heimsleikana en Katrín Tanja telur að það sé mikill fengur fyrir Crossfit á Íslandi að hér verði stórt mót. „Mér finnst þetta vera eins og þegar Anníe vann árið 2011,“ sagði Katrín Tanja. „Það vita ekki margir af þessu en allt í einu sjá þetta allir - og sjá að þetta er spennandi. Mér finnst líka mikilvægt að þetta er fyrir alla. Þetta er ekki bara það sem við erum að gera og bara þetta mót. Afi minn er til dæmis í Crossfit - það er hægt að skala þetta fyrir alla.“ CrossFit Tengdar fréttir Ekki öruggt að stærstu stjörnurnar keppi á Crossfit-mótinu í Reykjavík Eitt af stærstu mótum ársins í Crossfit-heiminum fer fram á Íslandi í maí en þó er ekki öruggt að okkar stærstu stjörnur í íþróttinni keppi á mótinu. 27. desember 2018 14:00 Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30 Björgvin fékk silfur og Sara brons Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí sem var að ljúka. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hreppti bronsið. 15. desember 2018 17:49 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira
Stórt alþjóðlegt mót í Crossfit verður haldið í Reykjavík í maí næstkomandi, þar sem í boði verður farseðill á heimsleikana sem fara fram í ágúst. Breytt fyrirkomulag á keppnistímabilinu í Crossfit tekur í fyrsta sinn gildi fyrir heimsleikana á næsta ári. Í stað undankeppna í heimsálfum verða sextán mót haldin víðsvegar um heim þar sem sigurvegari hvers móts fær keppnisrétt á heimsleikunum. Opna mótið verður þó áfram haldið eins og síðustu ár, þar sem 20 efstu komast inn á heimsleikana, sem og allir landsmeistarar í heiminum. Mótshaldarar líta þó einnig til þess að mótið verði kjörið tækifæri til að efla íþróttina hér á landi og kynna enn betur stærstu stjörnurnar. Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar tvívegis orðið heimsmeistarar í greininni og þá hafa Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson verið í fremstu röð um árabil. Björgvin Karl segir löngu tímabært að Íslandi fái stórt alþjóðlegt mót. „Miðað við fólkið sem við eigum þá finnst mér að við höfum fengið litla athygli hér á landi. Það er því frábært að við skulum fá mót samkvæmt þessu nýja fyrirkomulagi, með fullt af áhorfendum og erlendum keppendum,“ segir Björgvin Karl og bætir við: „Það þarf ekki endilega að nefna það hverjar stelpurnar eru hér á Íslandi en það þarf ennþá að útskýra hver ég er og hvað ég hef gert. Það þekkja mig ekki allir hérna en í Crossfit-heiminum er nafnið mitt mjög þekkt.“ Óvíst er hvort að íslensku stjörnurnar keppi á mótinu í maí en það mun ráðast af því hvenær og hvort það tryggir sinn farseðil á heimsleikana en Katrín Tanja telur að það sé mikill fengur fyrir Crossfit á Íslandi að hér verði stórt mót. „Mér finnst þetta vera eins og þegar Anníe vann árið 2011,“ sagði Katrín Tanja. „Það vita ekki margir af þessu en allt í einu sjá þetta allir - og sjá að þetta er spennandi. Mér finnst líka mikilvægt að þetta er fyrir alla. Þetta er ekki bara það sem við erum að gera og bara þetta mót. Afi minn er til dæmis í Crossfit - það er hægt að skala þetta fyrir alla.“
CrossFit Tengdar fréttir Ekki öruggt að stærstu stjörnurnar keppi á Crossfit-mótinu í Reykjavík Eitt af stærstu mótum ársins í Crossfit-heiminum fer fram á Íslandi í maí en þó er ekki öruggt að okkar stærstu stjörnur í íþróttinni keppi á mótinu. 27. desember 2018 14:00 Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30 Björgvin fékk silfur og Sara brons Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí sem var að ljúka. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hreppti bronsið. 15. desember 2018 17:49 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira
Ekki öruggt að stærstu stjörnurnar keppi á Crossfit-mótinu í Reykjavík Eitt af stærstu mótum ársins í Crossfit-heiminum fer fram á Íslandi í maí en þó er ekki öruggt að okkar stærstu stjörnur í íþróttinni keppi á mótinu. 27. desember 2018 14:00
Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30
Björgvin fékk silfur og Sara brons Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí sem var að ljúka. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hreppti bronsið. 15. desember 2018 17:49
Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30