Erlent

Loftmengun í hæstu hæðum í aðdraganda flugeldahátíðar

Kjartan Kjartansson skrifar
Þegar bændur brenna kornhá verður mengunin einna mest í Delí.
Þegar bændur brenna kornhá verður mengunin einna mest í Delí. Vísir/EPA
Íbúum í Delí á Indlandi hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra eftir fremsta megni vegna gríðarlegrar loftmengunar. Gildi svifryks eru nú tuttugufalt hærri en viðmiðunarmörk Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Búist er við því að loftgæðum hraki enn á næstu dögum þegar fólk byrjar að skjóta upp flugeldum í tilefni Diwali, ljósahátíðar hindúa.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að hæstiréttur landsins hafi skipað fyrir um að aðeins sé leyfilegt að skjóta upp flugeldum í tvo tíma á dag. Ólíklegt er þó talið að hægt verði að framfylgja þeim takmörkunum.

Delí er sjötta mengaðasta borg í heimi samkvæmt tölum WHO. Loftgæði í borginni versna árlega í nóvember og desember þegar bændur í nærliggjandi héruðum brenna kornhá til þess að hreinsa akra sína.

Flugeldarnir á Diwali hafa ágert vandamálið undanfarin ár. Mengunin hefur þá náð hættulegum styrk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×