Diego Costa spilar ekki Englandsleikinn af persónulegum ástæðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2018 19:00 Diego Costa og Sergio Ramos. Vísir/Getty Diego Costa mun ekki snúa aftur til Lundúna á laugardaginn kemur eins og búist var við. Spænska landsliðið mun þá mæta því enska í Þjóðadeildinni en þurfa að gera það án aðalframherja síns. Diego Costa hefur dregið sig út úr spænska landsliðinu af persónulegum ástæðum. Sögusagnir á Spáni eru að það sé vegna þess að kona hans sé að eignast þeirra annað barn.#DiegoCosta withdraws from #Spain squad for personal reasons: #Spain coach Luis Enrique says that he rates both #DiegoCosta and Alvaro Morata and stresses that they have very different qualities. Spain called up #CeltaVigo striker #IagoAspas to replace… https://t.co/rEgsxvKW0rpic.twitter.com/t9ITUhlbii — Atleti_MP (@Atleti_MP) September 3, 2018 Diego Costa gerði garðinn frægan með Chelsea-liðinu en var síðan henti skyndilega út í kuldann þrátt fyrir að vera 20 marka maður á Englandsmeistaratímabili Chelsea. Diego Costa vann enska titilinn með Chelsea bæði 2015 og 2017. Diego Costa endaði á því að spila ekki í hálft ár en fara svo í sitt gamla félag Atletico Madrid. Hann vann spænska titilinn með Atletico 2014 og Evrópudeildina með Madrid liðinu síðasta vor. Diego Costa hefur skorað 10 mörk í 24 landsleikjum fyrir Spán en þarf af skoraði hann þrjú markanna á HM í Rússlandi í sumar. Gamall Liverpool maður kemur inn í landsliðið í staðinn fyrir Diego Costa en það er Iago Aspas sem spilar með Celta Vigo.OFICIAL | @diegocosta causa baja en la concentración. Su puesto será ocupado por @aspas10#UnaNuevaIlusiónpic.twitter.com/I2dD7cp3rN — Selección Española de Fútbol (@SeFutbol) September 3, 2018Þetta eru fyrstu landsleikir Spánverja undir stjórn Luis Enrique. Hann hafði hent Iago Aspas út úr landsliðinu en þurfti nú að kalla aftur á hann. Alls gerði Luis Enrique upphaflega sjö breytingar á HM-hópi Spánverjar en meðal þeirra sem misstu sætið sitt voru Nacho Monreal hjá Arsenal, Jordi Alba hjá Barcelona og Lucas Vázquez hjá Real Madrid. Spánn spilar við England á Wembley á laugardaginn og fær síðan Króatíu í heimsókn þremur dögum seinna. Þetta er líklega einn allra erfiðasti riðillinn í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Diego Costa mun ekki snúa aftur til Lundúna á laugardaginn kemur eins og búist var við. Spænska landsliðið mun þá mæta því enska í Þjóðadeildinni en þurfa að gera það án aðalframherja síns. Diego Costa hefur dregið sig út úr spænska landsliðinu af persónulegum ástæðum. Sögusagnir á Spáni eru að það sé vegna þess að kona hans sé að eignast þeirra annað barn.#DiegoCosta withdraws from #Spain squad for personal reasons: #Spain coach Luis Enrique says that he rates both #DiegoCosta and Alvaro Morata and stresses that they have very different qualities. Spain called up #CeltaVigo striker #IagoAspas to replace… https://t.co/rEgsxvKW0rpic.twitter.com/t9ITUhlbii — Atleti_MP (@Atleti_MP) September 3, 2018 Diego Costa gerði garðinn frægan með Chelsea-liðinu en var síðan henti skyndilega út í kuldann þrátt fyrir að vera 20 marka maður á Englandsmeistaratímabili Chelsea. Diego Costa vann enska titilinn með Chelsea bæði 2015 og 2017. Diego Costa endaði á því að spila ekki í hálft ár en fara svo í sitt gamla félag Atletico Madrid. Hann vann spænska titilinn með Atletico 2014 og Evrópudeildina með Madrid liðinu síðasta vor. Diego Costa hefur skorað 10 mörk í 24 landsleikjum fyrir Spán en þarf af skoraði hann þrjú markanna á HM í Rússlandi í sumar. Gamall Liverpool maður kemur inn í landsliðið í staðinn fyrir Diego Costa en það er Iago Aspas sem spilar með Celta Vigo.OFICIAL | @diegocosta causa baja en la concentración. Su puesto será ocupado por @aspas10#UnaNuevaIlusiónpic.twitter.com/I2dD7cp3rN — Selección Española de Fútbol (@SeFutbol) September 3, 2018Þetta eru fyrstu landsleikir Spánverja undir stjórn Luis Enrique. Hann hafði hent Iago Aspas út úr landsliðinu en þurfti nú að kalla aftur á hann. Alls gerði Luis Enrique upphaflega sjö breytingar á HM-hópi Spánverjar en meðal þeirra sem misstu sætið sitt voru Nacho Monreal hjá Arsenal, Jordi Alba hjá Barcelona og Lucas Vázquez hjá Real Madrid. Spánn spilar við England á Wembley á laugardaginn og fær síðan Króatíu í heimsókn þremur dögum seinna. Þetta er líklega einn allra erfiðasti riðillinn í A-deild Þjóðadeildarinnar.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira