Fótbolti

Guðlaugur Victor bikarmeistari í Sviss

Einar Sigurvinsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson, bar fyrirliðabandið fyrir FC Zürich í dag, líkt hann gerði hjá Esbjerg.
Guðlaugur Victor Pálsson, bar fyrirliðabandið fyrir FC Zürich í dag, líkt hann gerði hjá Esbjerg. getty
FC Zürich vann Young Boys í úrslitum svissnesku bikarkeppninnar í dag. Leiknum lauk með 2-1 sigri FC Zürich. Fyrirliði liðsins, Guðlaugur Victor Pálsson, lék allan leikinn.

Fyrir leikinn þótti lið Young Boys líklegra til sigurs. Liðið vann svissnesku deildina með miklum yfirburðum en FC Zürich endaði í 4. sæti, 35 stigum á eftir Young Boys.

Strax á 11. mínútu leiksins komst FC Zürich yfir með marki frá Michael Frey og var staðan 1-0 í hálfleik.

Um miðbik síðari hálfleiksins fékk Sangone Sarr sitt annað gula spjald og voru Zürich því orðir einum leikmanni færri. Þrátt fyrir það tókst þeim að bæta við forskotið með marki frá Antonio Marchesano.

Tíu mínútum fyrir leikslok náði Miralem Sulejmani að klóra í bakkann fyrir Young Boys en fleiri urðu mörkin ekki. Lokatölur 2-1 fyrir Zürich sem fagnar sínum fyrsta titli síðan liðið varð síðast bikarmeistari fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×