Sport

UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jon Jones og Anthony Smith mætast í aðalbardaga kvöldsins.
Jon Jones og Anthony Smith mætast í aðalbardaga kvöldsins. vísir/getty
UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi.

Það verður barist um tvö belti þetta kvöld. Aðalbardagi kvöldsins er í léttþungavigt þar sem Jon Jones mun verja beltið sitt gegn Anthony Smith.

Næststærsti bardagi kvöldsins er titilbardagi í veltivigtinni þar sem meistarinn Tyron Woodley mætir hinum geysiöfluga Kamaru Usman. Það verður svakalegur bardagi.

Það er líka boðið upp á annan mjög áhugaverðan bardaga í veltivigtinni á undan þar sem fyrrum meistarinn, Robbie Lawler, tekur á móti hinum ósigraða Ben Askren sem er að berjast í fyrsta sinn hjá UFC.

Hinn skemmtilegti Cody Garbrandt, fyrrum bantamvigtarmeistari, mætir svo Pedro Munhoz. Einn kvennabardagi er líka á aðalhluta kvöldsins en hann er á milli Tecia Torres og Weili Zhang.

Allir bardagar kvöldsins verða skoðaðir í Búrinu á Stöð 2 Sport annað kvöld en hér að neðan má sjá fyrstu tvo þættina af Embedded þar sem UFC hitar upp fyrir kvöldið stóra.





MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×