400 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur síðustu daga á þeim slóðum þar sem banaslysið varð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. apríl 2019 12:30 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá Brunavörnum Austur-Húnvetninga á vettvangi slyssins í gærkvöldi. Brunavarnir Austur-Húnvetninga Banaslys varð á þjóðveginum í botni Langadals, utan Blönduóss, vestan Húnavers í gærkvöldi. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur á síðustu dögum kært 400 manns fyrir of hraðan akstur á þeim slóðum þar sem slysið varð en slysið í gær er fyrsta banaslysið í umferðinni á þessu ári. Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, sjúkraflutningamenn á Blönduósi auk lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálftíu í gærkvöldi að alvarlegt umferðarslys hafi orðið á þjóðveginum í botni Langadals. Bifreiðin var á suðurleið, lenti utan vegar og fór nokkrar veltur. Karlmaður með erlent ríkisfang var einn í bílnum og slasaðist alvarlega en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu stýrði aðgerðum á vettvangi en mikill viðbúnaður var vegna slyssins og var þyrla landhelgisgæslunnar meðal annars send norður til aðstoðar. „Við fengum tilkynningu klukkan 21:33 um að það væri hugsanlega fastklemmdur maður eftir bílveltu hérna í botni Langadals við Æsustaði og við fórum ásamt lögreglu og sjúkraliði á vettvang og þar hófst vettvangsvinna,“ segir Ingvar.Hvernig voru aðstæður á vettvangi? „Veðurfar var ágætt. Það var um tíu stiga hiti og svona sjö til tíu metrar á sekúndu en nokkuð bjart og háskýjað,“ segir Ingvar.Var þetta mikil aðgerð á vettvangi? „Við vorum með allt tiltækt lið lögreglu, sjúkraflutninga og slökkviliðs á staðnum. Vinna gekk vel á vettvangi. Ég held að allir aðilar séu sammála um það,“ segir Ingvar. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Slysið í gær er fyrsta banaslysið í umferðinni á árinu. Á síðustu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 og 2018 en fæstir létust árið 2014. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur verið með öflugt umferðareftirlit á svæðinu frá því fyrir páska og sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu, að á síðustu dögum hafi um 400 ökumenn hefðu verið kærðir fyrir of hraðan akstur á þeim slóðum þar sem slysið varð. Fulltrúi frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa fór norður í morgun þar sem vettvangur slyssins var rannsakaður og var þjóðveginum lokað vegna þess. Búist er við að vegurinn opni aftur nú í hádeginu. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. Blönduós Húnavatnshreppur Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Banaslys nærri Húnaveri Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduóss, skammt vestan við Húnaver. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og olti margar veltur neðst í Bólstaðarhlíðarbrekku í gærkvöldi. 24. apríl 2019 09:55 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Banaslys varð á þjóðveginum í botni Langadals, utan Blönduóss, vestan Húnavers í gærkvöldi. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur á síðustu dögum kært 400 manns fyrir of hraðan akstur á þeim slóðum þar sem slysið varð en slysið í gær er fyrsta banaslysið í umferðinni á þessu ári. Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, sjúkraflutningamenn á Blönduósi auk lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálftíu í gærkvöldi að alvarlegt umferðarslys hafi orðið á þjóðveginum í botni Langadals. Bifreiðin var á suðurleið, lenti utan vegar og fór nokkrar veltur. Karlmaður með erlent ríkisfang var einn í bílnum og slasaðist alvarlega en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu stýrði aðgerðum á vettvangi en mikill viðbúnaður var vegna slyssins og var þyrla landhelgisgæslunnar meðal annars send norður til aðstoðar. „Við fengum tilkynningu klukkan 21:33 um að það væri hugsanlega fastklemmdur maður eftir bílveltu hérna í botni Langadals við Æsustaði og við fórum ásamt lögreglu og sjúkraliði á vettvang og þar hófst vettvangsvinna,“ segir Ingvar.Hvernig voru aðstæður á vettvangi? „Veðurfar var ágætt. Það var um tíu stiga hiti og svona sjö til tíu metrar á sekúndu en nokkuð bjart og háskýjað,“ segir Ingvar.Var þetta mikil aðgerð á vettvangi? „Við vorum með allt tiltækt lið lögreglu, sjúkraflutninga og slökkviliðs á staðnum. Vinna gekk vel á vettvangi. Ég held að allir aðilar séu sammála um það,“ segir Ingvar. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Slysið í gær er fyrsta banaslysið í umferðinni á árinu. Á síðustu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 og 2018 en fæstir létust árið 2014. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur verið með öflugt umferðareftirlit á svæðinu frá því fyrir páska og sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu, að á síðustu dögum hafi um 400 ökumenn hefðu verið kærðir fyrir of hraðan akstur á þeim slóðum þar sem slysið varð. Fulltrúi frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa fór norður í morgun þar sem vettvangur slyssins var rannsakaður og var þjóðveginum lokað vegna þess. Búist er við að vegurinn opni aftur nú í hádeginu. Tildrög slyssins eru til rannsóknar.
Blönduós Húnavatnshreppur Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Banaslys nærri Húnaveri Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduóss, skammt vestan við Húnaver. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og olti margar veltur neðst í Bólstaðarhlíðarbrekku í gærkvöldi. 24. apríl 2019 09:55 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Banaslys nærri Húnaveri Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduóss, skammt vestan við Húnaver. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og olti margar veltur neðst í Bólstaðarhlíðarbrekku í gærkvöldi. 24. apríl 2019 09:55