Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að skoða hvað megi betur fara Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2019 20:00 Dómsmálaráðherra er ánægð með að landlæknir og Útlendingastofnun ætli að skoða hvernig bæta megi ferla við heilsufarsmat á fólki sem bíði brottflutnings frá landinu. Einstaklingsbundið mat verði að liggja þar á bakvið en mikill fjöldi mála sé afgreiddur á hverju ári. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði gagnrýni þingmanna Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í óundirbúnum fyrirspurnum og sérstökum umræðum á Alþingi í dag, á brottvísun albanskrar konu sem komin var 36 vikur á leið í meðgöngu á mánudag, sem heilbrigðisstarfsfólk á Landspítala taldi ekki hæfa í flug. „Áður hefur hæstvirtur ráðherra haldið því fram að hér á landi sé rekin mannúðleg stefna í málefnum flóttamanna. En eftir fréttir gærdagsins og ekki síður viðbrögð fulltrúa stjórnvalda í gær er þvert á móti staðfest að hér er rekin mannfjandsamleg stefna,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Ráðherra sagði stefnuyfirlýsingu stjórnvalda byggja á þverpólitískri samvinnu um nýleg heildarlög um málefni útlendinga. Þau grundvölluðust á mannúðlegri stefnu með áherslu á góða og skilvirka meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd. „Að kerfið okkar svari hratt og örugglega þeim aðilum sem hér sækja um vernd, hvort sem þeir eiga rétt á verndinni eða ekki. Við erum að sjá það í dag að við erum að ná árangri með að segja fólki að það geti fengið vernd á fjórum til ellefu dögum,“ sagði Áslaug Arna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sagði meðferðina á albönsku konunni hafa verið ómannúðlega. Hún bað ráðherra að setja sig í spor konunnar. „Myndi hún segja að stoðdeild ríkislögreglustjóra hefði farið varlega. Því við vitum þó að hæst virtur ráðherra hefur sagt; við viljum öll fara varlega. Sérstaklega þegar um er að ræða þungaðar mæður, börn þeirra fædd eða ófædd,“ sagði Sunna. Dómsmálaráðherra sagði um að ræða gríðarlega stóran málaflokk með fjölda mála þar sem auðvitað kæmu upp einstök mál sem sýndu að einhvers staðar þyrfti að gera betur. Það þyrfti alltaf að eiga sér stað einstaklingsbundið mat eins og í máli albönsku konunnar. „Þar komu upp aðstæður sem við ætlum að láta skoða. Sem landlæknir og Útlendingastofnun ætla að setjast saman yfir; hvort það sé eitthvað sem við þurfum að breyta eða skýra. Hvar við getum gert betur og það er þannig sem við þurfum að nálgast málefni útlendinga,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Albanía Alþingi Hælisleitendur Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Útlendingastofnun tekur athugasemdum mjög alvarlega Búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna mála eins og máls óléttu konunnar frá Albaníu sem var vísað úr landi í gær. 6. nóvember 2019 17:40 Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00 Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina Elínborg Harpa Önundardóttir hefur unnið með fólki á flótta í þrjú ár. Hún segist hafa lært það mjög snemma að taka afrit af öllum skjölum og halda upplýsingum til haga. 6. nóvember 2019 14:13 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Dómsmálaráðherra er ánægð með að landlæknir og Útlendingastofnun ætli að skoða hvernig bæta megi ferla við heilsufarsmat á fólki sem bíði brottflutnings frá landinu. Einstaklingsbundið mat verði að liggja þar á bakvið en mikill fjöldi mála sé afgreiddur á hverju ári. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði gagnrýni þingmanna Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í óundirbúnum fyrirspurnum og sérstökum umræðum á Alþingi í dag, á brottvísun albanskrar konu sem komin var 36 vikur á leið í meðgöngu á mánudag, sem heilbrigðisstarfsfólk á Landspítala taldi ekki hæfa í flug. „Áður hefur hæstvirtur ráðherra haldið því fram að hér á landi sé rekin mannúðleg stefna í málefnum flóttamanna. En eftir fréttir gærdagsins og ekki síður viðbrögð fulltrúa stjórnvalda í gær er þvert á móti staðfest að hér er rekin mannfjandsamleg stefna,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Ráðherra sagði stefnuyfirlýsingu stjórnvalda byggja á þverpólitískri samvinnu um nýleg heildarlög um málefni útlendinga. Þau grundvölluðust á mannúðlegri stefnu með áherslu á góða og skilvirka meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd. „Að kerfið okkar svari hratt og örugglega þeim aðilum sem hér sækja um vernd, hvort sem þeir eiga rétt á verndinni eða ekki. Við erum að sjá það í dag að við erum að ná árangri með að segja fólki að það geti fengið vernd á fjórum til ellefu dögum,“ sagði Áslaug Arna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sagði meðferðina á albönsku konunni hafa verið ómannúðlega. Hún bað ráðherra að setja sig í spor konunnar. „Myndi hún segja að stoðdeild ríkislögreglustjóra hefði farið varlega. Því við vitum þó að hæst virtur ráðherra hefur sagt; við viljum öll fara varlega. Sérstaklega þegar um er að ræða þungaðar mæður, börn þeirra fædd eða ófædd,“ sagði Sunna. Dómsmálaráðherra sagði um að ræða gríðarlega stóran málaflokk með fjölda mála þar sem auðvitað kæmu upp einstök mál sem sýndu að einhvers staðar þyrfti að gera betur. Það þyrfti alltaf að eiga sér stað einstaklingsbundið mat eins og í máli albönsku konunnar. „Þar komu upp aðstæður sem við ætlum að láta skoða. Sem landlæknir og Útlendingastofnun ætla að setjast saman yfir; hvort það sé eitthvað sem við þurfum að breyta eða skýra. Hvar við getum gert betur og það er þannig sem við þurfum að nálgast málefni útlendinga,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Albanía Alþingi Hælisleitendur Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Útlendingastofnun tekur athugasemdum mjög alvarlega Búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna mála eins og máls óléttu konunnar frá Albaníu sem var vísað úr landi í gær. 6. nóvember 2019 17:40 Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00 Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina Elínborg Harpa Önundardóttir hefur unnið með fólki á flótta í þrjú ár. Hún segist hafa lært það mjög snemma að taka afrit af öllum skjölum og halda upplýsingum til haga. 6. nóvember 2019 14:13 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Útlendingastofnun tekur athugasemdum mjög alvarlega Búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna mála eins og máls óléttu konunnar frá Albaníu sem var vísað úr landi í gær. 6. nóvember 2019 17:40
Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00
Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12
Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03
Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina Elínborg Harpa Önundardóttir hefur unnið með fólki á flótta í þrjú ár. Hún segist hafa lært það mjög snemma að taka afrit af öllum skjölum og halda upplýsingum til haga. 6. nóvember 2019 14:13