Ævintýralegt jafntefli hjá Lars gegn Svíum Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2019 21:30 Rosalegur leikur í Noregi í kvöld. vísir/getty Lars Lagerback og lærisveinar hans í norska landsliðinu gerðu rosalegt 3-3 jafntefli við Svíþjóð í undankeppni EM 2020 er leikið var í Noregi í kvöld. Bjoern Maars Johnsen kom Noregi yfir á 41. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Það leit vel út fyrir Noreg er Joshua King kom þeim í 2-0 eftir klukkutíma leik. Svíar fengu vítaspyrnu á 70. mínútu sem Andreas Granqvist klúðraði en Viktor Claesson fylgdi á eftir og minnkaði muninn í 2-1. Það var svo fjórum mínútum fyrir leikslok sem Robin Quasion jafnaði metin. Skot hans fór af Haavard Nordtveit og þaðan í netið. Dramatíkinni var ekki lokið því í uppbótartíma skoruðu Svíar, að því virtist, sigurmarkið. Viktor Claesson komst upp að endarmörkum, þrumaði boltanum fyrir þar sem boltinn fór í Quasion og í netið. Norðmennirnir voru ekki hættir og mark Svía varð ekki að sigurmarki. Norðmenn fengu hornspyrnu á sjöttu mínútu uppbótartíma og þar jöfnuðu þeir metin. Ola Kamara stangaði boltann í netið og lokatölur ævintýralegt 3-3 jafntefli. Noregur er því með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina í riðlinum en Svíar eru með fjögur stig. EM 2020 í fótbolta
Lars Lagerback og lærisveinar hans í norska landsliðinu gerðu rosalegt 3-3 jafntefli við Svíþjóð í undankeppni EM 2020 er leikið var í Noregi í kvöld. Bjoern Maars Johnsen kom Noregi yfir á 41. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Það leit vel út fyrir Noreg er Joshua King kom þeim í 2-0 eftir klukkutíma leik. Svíar fengu vítaspyrnu á 70. mínútu sem Andreas Granqvist klúðraði en Viktor Claesson fylgdi á eftir og minnkaði muninn í 2-1. Það var svo fjórum mínútum fyrir leikslok sem Robin Quasion jafnaði metin. Skot hans fór af Haavard Nordtveit og þaðan í netið. Dramatíkinni var ekki lokið því í uppbótartíma skoruðu Svíar, að því virtist, sigurmarkið. Viktor Claesson komst upp að endarmörkum, þrumaði boltanum fyrir þar sem boltinn fór í Quasion og í netið. Norðmennirnir voru ekki hættir og mark Svía varð ekki að sigurmarki. Norðmenn fengu hornspyrnu á sjöttu mínútu uppbótartíma og þar jöfnuðu þeir metin. Ola Kamara stangaði boltann í netið og lokatölur ævintýralegt 3-3 jafntefli. Noregur er því með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina í riðlinum en Svíar eru með fjögur stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti