Bæta þarf úrræði fyrir konur sem koma úr fangelsum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 20:30 Fá úrræði eru í boði fyrir konur með fjölþættan vanda og að aflokinni fangelsisvist. Talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, og yfirlæknir á Vogi eru sammála um að gera þurfi úrbætur í málum kvenna í þessari stöðu. Konur geta vissulega fengið inni á Vernd, áfangaheimili fyrir fanga, en þar er meirihluti íbúanna karlmenn, enda eru þeir einnig meirihluti fanga. Konur sem koma á Vernd geta átt við fíknivanda að stríða, geðræn vandamál og hafa jafnvel búið við ofbeldi. Það getur því reynst þeim erfitt að þurfa jafnvel að búa einar innan um hóp karlmanna. Velferðarráð Reykjavíkurborgar kynnti í morgun nýja aðgerðaráætlun í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfi. Formaður ráðsins segir ráðið hafa farið yfir alla þá þjónustu sem þegar er til staðar og rætt við bæði heimilislausa sem og meðferðaraðila til að henda reiður á því hvar vöntun sé til að mæta vandanum á réttan hátt. Stefnt sé á að stórauka búsetuúrræði og ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir gegn heimilisleysi. Finna á þá sem eru í áhættuhópi til að þróa með sér heimilisleysi og veita þeim fræðslu og stuðning. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis og fíknivanda, bendir á að fleiri úrræði séu í boði fyrir karla en konur og vonast til að breytingar verði þar á. „Úrræðin hafa svolítið hentað körlunum betur. Þar af leiðandi erum við að týna konum svolítið inn í kerfinum. Til dæmis að konur sem koma úr fangelsi fara inn í úrræði þar sem eru bara karlar. Það er ekki öruggur staður fyrir konur. Svona hluti þurfum við að skoða miklu betur og tryggja öryggi kvenna,“ segir Kristín. Valgerður Bjarnadóttir, yfirlæknir á Vogi, tekur í sama streng. Hún fagnar því að huga eigi að stóru myndinni og ráðast í fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðir. Konur hafi staðið höllum fæti hvað varðar úrræði. Nauðsynlegt sé að mæta öllum með fordómaleysi sama hvaðan þeir koma. „Það á að fá sömu þjónustu og aðrir. Hvort sem það kemur á Landspítalann, heilsugæsluna, meðferð eða í félagslegakerfið. Við erum góð á Íslandi, en við getum gert enn betur,“ segir Valgerður. Fangelsismál Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Fá úrræði eru í boði fyrir konur með fjölþættan vanda og að aflokinni fangelsisvist. Talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, og yfirlæknir á Vogi eru sammála um að gera þurfi úrbætur í málum kvenna í þessari stöðu. Konur geta vissulega fengið inni á Vernd, áfangaheimili fyrir fanga, en þar er meirihluti íbúanna karlmenn, enda eru þeir einnig meirihluti fanga. Konur sem koma á Vernd geta átt við fíknivanda að stríða, geðræn vandamál og hafa jafnvel búið við ofbeldi. Það getur því reynst þeim erfitt að þurfa jafnvel að búa einar innan um hóp karlmanna. Velferðarráð Reykjavíkurborgar kynnti í morgun nýja aðgerðaráætlun í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfi. Formaður ráðsins segir ráðið hafa farið yfir alla þá þjónustu sem þegar er til staðar og rætt við bæði heimilislausa sem og meðferðaraðila til að henda reiður á því hvar vöntun sé til að mæta vandanum á réttan hátt. Stefnt sé á að stórauka búsetuúrræði og ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir gegn heimilisleysi. Finna á þá sem eru í áhættuhópi til að þróa með sér heimilisleysi og veita þeim fræðslu og stuðning. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis og fíknivanda, bendir á að fleiri úrræði séu í boði fyrir karla en konur og vonast til að breytingar verði þar á. „Úrræðin hafa svolítið hentað körlunum betur. Þar af leiðandi erum við að týna konum svolítið inn í kerfinum. Til dæmis að konur sem koma úr fangelsi fara inn í úrræði þar sem eru bara karlar. Það er ekki öruggur staður fyrir konur. Svona hluti þurfum við að skoða miklu betur og tryggja öryggi kvenna,“ segir Kristín. Valgerður Bjarnadóttir, yfirlæknir á Vogi, tekur í sama streng. Hún fagnar því að huga eigi að stóru myndinni og ráðast í fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðir. Konur hafi staðið höllum fæti hvað varðar úrræði. Nauðsynlegt sé að mæta öllum með fordómaleysi sama hvaðan þeir koma. „Það á að fá sömu þjónustu og aðrir. Hvort sem það kemur á Landspítalann, heilsugæsluna, meðferð eða í félagslegakerfið. Við erum góð á Íslandi, en við getum gert enn betur,“ segir Valgerður.
Fangelsismál Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira