Enski boltinn

De Gea: Verstu tímar sem ég hef upplifað hjá United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
David de Gea hefur gengið í gegnum ýmislegt hjá United en ekkert eins slæmt og tímana sem nú ganga yfir
David de Gea hefur gengið í gegnum ýmislegt hjá United en ekkert eins slæmt og tímana sem nú ganga yfir vísir/getty
David de Gea var orðlaus eftir tap Manchester United fyrir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann bað stuðningsmennina afsökunar á enn einni slæmu frammistöðunni.

United hefur ekki unnið útileik síðan í mars og er aðeins með níu stig eftir átta leiki í ensku úrvalsdeildinni.

De Gea var spurður eftir leik hvað United þyrfti að bæta. „Allt. Það þarf að bæta mikið af hlutum.“

„Ég veit ekki hvað ég á að segja. Við reynum að bæta okkur á hverjum degi.“

„Þetta er erfiðasti tíminn sem við höfum gengið í gegnum síðan ég kom hingað,“ sagði spænski markvörðurinn, en hann kom til liðsins 2011.

„Ég veit ekki afhverju þetta er að gerast. Við fengum á okkur mark úr hornspyrnu. Það á ekki að gerast, það er óásættanlegt.“

Næsti leikur United er gegn erkifjendunum í Liverpool á Old Trafford eftir landsleikjahlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×