David de Gea var orðlaus eftir tap Manchester United fyrir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann bað stuðningsmennina afsökunar á enn einni slæmu frammistöðunni.
United hefur ekki unnið útileik síðan í mars og er aðeins með níu stig eftir átta leiki í ensku úrvalsdeildinni.
De Gea var spurður eftir leik hvað United þyrfti að bæta. „Allt. Það þarf að bæta mikið af hlutum.“
„Ég veit ekki hvað ég á að segja. Við reynum að bæta okkur á hverjum degi.“
„Þetta er erfiðasti tíminn sem við höfum gengið í gegnum síðan ég kom hingað,“ sagði spænski markvörðurinn, en hann kom til liðsins 2011.
„Ég veit ekki afhverju þetta er að gerast. Við fengum á okkur mark úr hornspyrnu. Það á ekki að gerast, það er óásættanlegt.“
Næsti leikur United er gegn erkifjendunum í Liverpool á Old Trafford eftir landsleikjahlé.
De Gea: Verstu tímar sem ég hef upplifað hjá United
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
![David de Gea hefur gengið í gegnum ýmislegt hjá United en ekkert eins slæmt og tímana sem nú ganga yfir](https://www.visir.is/i/4617AFCA92BCDB7732A644B0C252CA77E65F0B3A9ED413AE17422332167453E0_713x0.jpg)
Mest lesið
![](/i/9EB7183AD9753305E09D5A60401E8B80C453F50D639779FBCB09FBC07BA8DE4C_240x160.jpg)
![](/i/01BBBBC3B5A87762CF71CCE71B71E18377A9A622A5B2E103FD4A2FFB5BFFEB9D_240x160.jpg)
![](/i/956AEA01A8F20D503681B26A88A34B45CCE88AC2FC16C284D7F952B057293653_240x160.jpg)
![](/i/D288A5FB48764BA8662EAF5601F07E30FB012C31A20BC5033C1C6117C4DE166D_240x160.jpg)
![](/i/D8D7A419A8D761355BB9503FA8BD9F091E12365FAD934A91951D7EF83D2D3EA7_240x160.jpg)
![](/i/E8B481314549330F524CB8F8D4B54EE505196D74D4630B22FD295B700F041431_240x160.jpg)
![](/i/3EFE4F81F8975075705F6F93D2F509FCC9D3D642B1DE150DD17AEC04CA6F9D00_240x160.jpg)
![](/i/29B6BC190BC0D8F646529961A45ADAB889F0E1172CF864C3F83F9B4BE0407DA1_240x160.jpg)
Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val
Íslenski boltinn
![](/i/68228F134835AB1634600EB6EC4187CBC09FA945E9333079430AE2480B9B34BB_240x160.jpg)
Arnór laus úr prísund Blackburn
Enski boltinn
![](/i/2FD9C45B7F89B1E104B9573BA152E8970420EC6CAEABADFD46F9206F2C7165F9_240x160.jpg)
Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver
Enski boltinn